Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Blaðsíða 45
43
Félagsstofnun stúdenta.
Náin samvinna var milli Stúdentaráðs og Háskólaráðs um
samningu frumv. til laga um Félagsstofnun stúdenta og hefur
áður verið gerð grein fyrir því máli, sbr. Árbók 1966—67,
bls. 46. Féllst háskólaráð á meginefni frumvarpsins, sem varð
að lögum nr. 33, 20. apríl 1968. Frumvarp til reglugerðar var
lagt fyrir háskólaráð, er féllst á það á fundi 16. maí 1968, sbr.
nú rgj. nr. 171, 31. maí 1968. Lögin og reglugerðin eru prentuð
á bls. 141 og 144.
Háskólaráð kaus próf. Guðlaug Þorvaldsson aðalmann í
stjórn Félagsstofnunar stúdenta, en próf. Þór Vilhjálmsson til
vara.
Á fundi háskólaráðs 6. júní 1968 var samþykkt að tillögu
rektors að veita 5 millj. króna af happdrættisfé til byggingar
stúdentaheimilis, og var þessi ákvörðun tilkynnt á kandídata-
athöfn hinn 10. júní 1968.
Óskir stúdenta um breytta námsgrein (verteringar).
Um það efni skal fara eftir almennum reglum um skrásetn-
ingar, þ. e. óskir um það efni eru því aðeins gildar, að þær
komi fram á réttum skráningartímabilum, sbr. ályktun háskóla-
ráðs 23. nóvember 1967. Menntamálaráðuneyti hefur tjáð sig
samþykkt þessari túlkun, sbr. ráðuneytisbréf 7. des. s. á.
Samanburðarskrá milli einkunnakerfis Háskólans
og órstedsstiga
var samþykkt af háskólaráði á grundvelli frumvarps, er pró-
fessorarnir Loftur Þorsteinsson og Magnús Már Lárusson sömdu,
sjá 57. gr. c háskólareglugerðar, sbr. reglugerð 64, 4. júní 1968.
Seta fulltrúa stúdenta á deildarfundum.
Háskólaráð lét uppi þá skoðun sína á fundi 6. júní 1968, að
æskilegt væri, að fulltrúar stúdenta sitji almennt fundi deilda,
svo sem verið hefur undanfarin ár í háskólaráði. Hafa ýmsar
deildir gert almenna ályktun um þetta mál á þá lund, er að
framan greinir.