Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Blaðsíða 117
115
tion við Wisconsin General Hospital — University of Wis-
consin, til ársloka 1945. 1 sérnámi í augnlækningum var hann
við Illinois Eye Infirmary — University of Illinois, Chicago,
Illinois, sem aðstoðarlæknir (resident) árið 1946, og við The
John Gaston Hospital — University of Tennessee, Memphis,
Tennessee, árið 1947, sem fyrsti aðstoðarlæknir (chief resi-
dent). Síðar hefur hann kynnt sér nýjungar í augnlækningum
í New York, Chicago, London og Kaupmannahöfn, og tekið
þátt í alþjóðlegum auglæknaráðstefnum.
Almennt lækningaleyfi 15. júní 1948 og viðurkenndur sér-
fræðingur í augnsjúkdómum sama dag.
Sumarið 1944 var hann staðgengill héraðslæknanna í Borg-
arnesi og á Kleppjárnsreykjum og 1. marz—1. júní 1948 var
hann settur héraðslæknir í Stykkishólmshéraði og gegndi jafn-
framt Flateyjarhéraði. Hefur starfað sem augnlæknir í Reykja-
vík síðan 22. júní 1948 og var jafnframt augnlæknir á Sjúkra-
húsi Hvítabandsins. Trúnaðarlæknir Sendiráðs Bandaríkjanna
i Reykjavík síðan 1951.
1 stjórn Læknafélags Reykjavíkur frá 1962—1966. Hefur
setið í ýmsum nefndum fyrir Læknafélagið, svo sem samn-
inganefnd og gjaldskrárnefnd. 1 stjórn Augnlæknafélags íslands
frá stofnun þess 30. janúar 1966 og í stjórn Félags sjúkrasam-
lagslækna í Reykjavík frá stofnun þess 26. janúar 1962 næstu
tvö ár. I stjórn Nesstofu h/f frá stofnun félagsins í maí 1963.
Sat í byggingarnefnd Domus Medica og síðar formaður hús-
stjórnar.
Auk doktorsritgerðarinnar eru helztu rit hans þessi:
Lœknáblaðið:
Blinda á Islandi. 1954, 38: 65—79.
Augnsjúkdómar meðal vistmanna á Elli- og hjúkrunarheim-
ilinu Grund í Reykjavík 1955, 39: 66—72.
Nokkur orð um litblindu og litblinduprófanir 1956, 40: 96—98.
Toxoplasmosis. 1958, 42: 118—128.
Augnskoðun meðal vistmanna á Elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund í Reykjavík í febrúar 1958. 1960, 33: 177—180.
Greining gláku á byrjunarstigi. 1964, 48: 97—119.