Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Blaðsíða 142
140
verið teknar gildar. Próf má ekki endurtaka, nema einu sinni, nema
deildin sjái lögmæta ástæðu til að veita undanþágu.
Nú er skráður í deildina stúdent, sem hefur þegar tekið með góð-
um árangri próf við erlendan háskóla í námsefni, sem samsvarar
í aðalatriðum námsefni til vissra prófa í deildinni. Getur háskóla-
ráð þá heimilað, að tillögum deildarinnar, að veita slíkum nemanda
burtfararpróf án prófa í þessu námsefni, þó að jafnaði aðeins ef
um verulegt námsefni er að ræða. Skal þá á prófskírteini gerð
grein fyrir þessum frávikum.
c. Einkunnastigi.
Við gjöf einkunna skal nota talnaröð I í eftirfarandi skrá og
hlýtur stúdent í hvert sinn þá einkunn, sem næst liggur meðaltali
einkunna kennara og prófdómara. í hverri prófgrein eru gefnar
ein eða fleiri einkunnir í stigum og sýnir talnaröð II stigagildi
einkunna.
I Einkunn 6 5% 5% 5 4% 4% 4 3% 3%
II Stig .... 8 7% 7% 7 6% 5% 5 3% 2%
I Einkunn 3 2% 2% 2 1% 1% 1
II Stig .... 1 —1% —4% —7 —12% —17% —23
Háskólaráð löggildir samsvörunarskrá, er sýni tengslin milli ein-
kunnastiga 0rsteds og hins almenna einkunnastiga Háskólans.
d. Prófkröfur.
Til þess að standast fyrrihlutapróf í verkfræði, verður stúdent
að hafa hlotið eigi minna en 5 stig að meðaltali í hvorum próf-
flokki.
Til þess að standast B.A.-próf í raungreinum þarf stúdent að
hafa lokið prófi í uppeldis- og kennslufræðum ásamt kennslu-
æfingum með tilskildri lágmarkseinkunn og hlotið eigi minna en
5 stig að meðaltali í hinum 6 prófstigum.
Aðaleinkunn við fyrrihlutapróf í verkfræði er meðaltal stiga-
gilda allra prófseinkunna, en við B.A.-próf í raungreinum meðal-
tal stigagilda einkunna í hinum 6 prófstigum. Aðaleinkunn 5.00
—5.99 telst 2. einkunn, 6.00—7.49 telst 1. einkunn og 7.50—8.00
telst ágætiseinkunn.
2. gr.
Reglugerðarbreyting þessi tekur þegar gildi, og fellur jafnframt
úr gildi 2. gr. reglugerðarbreytingar samkv. auglýsingu nr. 81 frá
2. september 1965.