Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Blaðsíða 10
8
Rússneski sendikennarinn Vladimir A. Milovidov hefir látið
af störfum, og þakka ég honum störf hans. Nýr sendikennari
í rússnesku hefir hafið störf og er það prófessor A. I. Shiroch-
enskaya frá Moskvu, og býð ég hana velkomna til starfa hér
við Háskólann.
Guðmundur Arnlaugsson, rektor, hefir látið af dósentsstörf-
um vegna annarra starfa. Hefir hann kennt stærðfræði og sum-
part eðlisfræði um tuttugu ára skeið hér við Háskólann af al-
kunnri alúð, áhuga og kostgæfni. Þakka ég honum störf hans.
1 hans stað hefir dr. Halldór Elíasson verið settur dósent. Býð
ég hann velkominn til starfa.
Heimir Áskelsson, dósent, hefir látið af störfum að eigin ósk,
en í stað hans hefir verið settur dósent dr. Alan Boucher.
Þakka ég Heimi Áskelssyni langt og farsælt starf, sem unnið
hefir verið af áhuga og alúð, og býð jafnframt dr. Alan Bou-
cher velkominn.
Skipaðir hafa verið þrír lektorar í lögfræði, þeir Gaukur
Jörundsson, fulltrúi yfirborgardómara, Jónatan Þórmundsson,
fulltrúi saksóknara, og Sigurður Líndal, hæstaréttarritari.
Verður Gaukur Jörundsson, lektor, fastur starfsmaður og tek-
ur laun samkv. 22. launaflokki.
Býð ég lektorana, sem raunar eru allir gamlir og góðir læri-
sveinar mínir, velkomna til starfa, og verður lagadeild mikill
styrkur að hinu nýja kennaraliði, en sú deild hefir ávallt ver-
ið næsta fáliðuð um kennara, miðað við hinn mikla fjölda
kandídata, sem deildin hefir brautskráð.
Nýr íþróttakennari hefir verið skipaður, Valdimar örnólfs-
son, menntaskólakennari, og býð ég hann velkominn til starfa.
Ennfremur hafa verið ráðnir nokkrir nýir stundakennarar,
þ. á m. Auður Þórðardóttir, M.A., í latinu, Bergsteinn Jónsson,
cand. mag., í sagnfræði, og Björn Jóhannesson, M.A., í ensku.
Býð ég þau velkomin til starfa.
Nýir sérfræðingar hafa verið ráðnir að Raunvísindastofnun
Háskólans, þeir Gunnlaugur Elísson, dr. Halldór Elíasson, Vil-
hjálmur Skúlason og Þorvaldur Búason.