Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Blaðsíða 144
142
2. gr.
Samkvæmt 2. grein laga um Félagsstofnun stúdenta hefur hún það
hlutverk að annast rekstur, bera ábyrgð á og beita sér fyrir eflingu
félagslegra fyrirtækja í þágu stúdenta við Háskóla íslands, og hefur
stjóm hennar framkvæmdir á hendi m. a. samkvæmt því, er segir
hér á eftir:
1. Stofnunin skal taka við stjórn og skuldbindingum stúdentagarð-
anna og annast rekstur þeirra. Hún skal sjá um byggingu nýrra
stúdentagarða og afla fjár til þess.
2. Stofnunin skal taka við framlögum síðari ára frá ríkissjóði og
öðrum til félagsheimilis stúdenta, sjá um byggingu þess og stjórna
rekstri þess.
3. Stofnunin skal taka við öllum eignum og skuldbindingum Hótel
Garðs og annast rekstur hótels á görðunum á sumrin með þeim
hætti, sem hún sjálf ákveður.
4. Eignir og skuldbindingar Kaffisölu stúdenta hverfa til stofnun-
arinnar, og tekur hún við rekstri Kaffisölunnar,
5. Eignir og skuldbindingar Bóksölu stúdenta renna til stofnunar-
innar, og stjórnar hún rekstri Bóksölunnar.
6. Eignir, skuldbindingar og réttur til rekstrar Ferðaskrifstofu stú-
denta hverfa til stofnunarinnar, og stjómar hún rekstri Ferða-
skrifstofunnar.
7. Stofnunin tekur við fjárveitingum úr sjóðum, sem ætlaðir eru
til hinna ýmsu félagsiðkana stúdenta, t. d. Stúdentaskiptasjóði,
og framlögum úr ríkissjóði til félagsiðkana.
8. Stofnunin tekur við fé samkv. 4. gr. laga um stofnunina.
Stofnuninni er skylt að beita sér fyrir eflingu allra þessara fyrir-
tækja og sjóða. Einnig skal hún beita sér eftir þörfum fyrir stofnun
nýrra fyrirtækja í þágu stúdenta í samráði við háskólaráð, stúdenta-
ráð og menntamálaráðuneyti, enda er hverjum þeim aðila heimilt að
gera tillögur um nýbreytni.
3. gr.
Stjórn stofnunarinnar er skipuð 5 mönnum sem hér segir:
Menntamálaráðuneytið skipar 1 mann og varamann hans til tveggja
ára í senn. Háskólaráð kýs 1 mann og varamann til tveggja ára í
senn. Stúdentaráð kýs 3 menn og 3 varamenn til tveggja ára í senn.
Tilskilið er, að a. m. k. 1 af fulltrúum Stúdentaráðs hafi lokið há-
skólanámi. Stúdentaráð hlutast til um skipun stjórnar.
Stjórnin kýs sér sjálf formann. Stjórnin ræður framkvæmdastjóra
stofnunarinnar, og er hann ritari stjórnarinnar.