Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Blaðsíða 153
151
un. Af 4 innlendum fundargestum má nefna Bjarna Benediktsson, for-
sætisráðherra, og af 5 erlendum fundargestum má nefna Norðmann-
inn Johan Galtung, forstöðumann Alþjóðlegu friðarrannsóknastofn-
unarinnar í Osló, sem er hin fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Þá
var haldinn Grikklandsfundur með bókmenntalegu og tónlistarlegu
ívafi. Formaður fundanefndar var Sighvatur Björgvinsson, stud. oecon.
Alls komu út 3 stúdentáblöö auk áðurnefnds Stúdentablaðs 1. des.-
ember, en í lögum félagsins er áskilið, að 2 a. m. k. komi út árlega.
Var um að ræða nóvemberblað, febrúarblað og aprílblað. Kenndi þar
ýmissa grasa. Ritstjóri blaðsins var Sverrir Tómasson, stud. mag.
Stúdentafélagið gekkst fyrir helztu skemmtunum stúdenta, m. ö.o.
rússagildi í Sigtúni snemma í október, vetrarfagnaði fyrsta vetrardag
á Hótel Borg, kvöldfagnaði 1. desember á Hótel Sögu, áttadagsgleði
á gamlaárskvöld, í fyrsta sinn í Laugardalshöllinni, og loks sumar-
fagnaði síðasta vetrardag á Hótel Borg. Ármanni Snævarr, háskóla-
rektor, og frú var boðið sérstaklega á allar skemmtanimar sem heið-
ursgestum. Skemmtanirnar fóru vel fram og voru því stúdentum til
sóma. Á níunda hundrað manns sóttu áttadagsgleðina. Skemmtanirnar
eru aðaltekjulind félagsins.
Skáknefnd — undir nafninu Taflfélag stúdenta — gekkst fyrir hrað-
skákmóti, og varð Friðrik Ólafsson, stud. jur., þar sigurvegari, en
Ármann Snævarr, háskólarektor, var meðal keppenda. Þá var sum-
arið 1968 send skáksveit 6 stúdenta á 15. heimsmeistaramót stúdenta
í skák í Ybbs nálægt Vínarborg í Austurríki. Fyrirliði var Bragi Krist-
jánsson, stud. jur. Komst sveitin í A-riðil úrslitakeppninnar og varð
7. í röðinni af 25 þjóðum, sem var bezti árangur íslenzkrar stúdenta-
skáksveitar til þess tíma. Formaður skáknefndar var Guðmundur Sig-
urjónsson, stud. jur.
Bridgenefnd hélt tvímenningskeppni í bridge, og urðu sigurvegarar
þeir Guðlaugur Jóhannsson, stud. oecon., formaður nefndarinnar, og
Georg Ólafsson, stud. oecon.
Stúdentafélagið sá um hinn venjubundna hljóövarpsþátt að kvöldi
síðasta vetrardags, og auk þess var gengizt fyrir fyrsta sjónvarps-
þœttinum um málefni stúdenta við Háskóla íslands. Formaður hljóð-
varpsnefndar var Kristinn Jóhannesson, stud. mag., en formaður sjón-
varpsnefndar var Guðmundur Þorgeirsson, stud. med.
Stúdentafélagið vildi treysta böndin milli íslenzkra og erlendra
•stúdenta og kennara við háskólann. Var því komið á laggimar sér-
■stakri nefnd, skipaðri íslenzkum og erlendum stúdentum. Nefnd þess-
•ari var valið gamalkunnugt nafn — Þjóöábandalagiö. Þjóðabandalagið
•efndi til 4 þjóðakvölda, þar sem kynntar voru bókmenntir, tónlist og
•litskuggamyndir eða litkvikmyndir frá íslandi, Noregi, Svíþjóð, Eng-