Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Page 22

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Page 22
20 > pólitík, markaða stefnu í vísindamálum. Ég get því miður ekki rætt þetta mál í dag, en bendi á, að þessum málum verður ekki ráðið til lykta með nefndaskipunum, og er nauðsynlegt, að fastri stofnun eða ráði — vísindaráði með aðild Háskólans og vísindastofnana — verði komið á fót og fjalli um þessi mikil- vægu mál. Jafnframt þarf að hugleiða, hvort ekki sé tímabært að mynda annaðtveggja vísindamálaráðuneyti eða a. m. k. sér- staka vísindadeild innan menntamálaráðuneytisins, svo sem er víða um lönd. Ég hefi að undanförnu farið nokkuð rækilega yfir sögu há- skólamálsins á þingi og utan þess allt til þess, er háskólalögin frá 1909 voru sett. Uppistaðan og ívafið í því máli var sá skiln- ingur landsmanna, að sjálfstæðismálið og háskólamálið væru nátengd — að ein af forsendum sjálfstæðis íslenzks þjóðfélags væri sú, að hér yrði reistur öflugur háskóli. Forvígismenn þessa máls, hinir ágætustu synir þessarar þjóðar, ólu þá von, að Háskólinn yrði höfuðstofnun þjóðarinnar til menningarlegra átaka, miðstöð og mundang visindalegrar starfsemi, aflvaki frjórra hugmynda, mæniás æðri menntunar. Mér kemur ekki til hugar, að þá hafi órað fyrir því, hve fátæklega hefir lengst- um verið gert til Háskólans. Á þessum tímamótum, er síðasti þriðjungur aldarinnar hefst, skulum við strengja þess heit, að fullkomin aldahvörf verði í aðbúnaðinum að Háskólanum, sem í raun og sannleika er og verður stofnun Jóns Sigurðssonar. Mig langar að lokum að minna yður á orð, er einn helzti menntamaður þjóðarinnar, dr. Jón Þorkelsson, mælti við með- ferð frumvarps til háskólalaga á þinginu 1909: „Háskóli sá, er nú viljum vér koma á fót, á að verða arinn og miðstöð allrar menningar vorrar, sem oss svo lengi og til- finnanlega hefur vantað og oss svo hörmulega og óskaplega hefur fyrir þrifum staðið. Slikt miðból hefur hvergi til verið allt til þessa, og fræðidísin íslenzka hefur eiginlega hvergi átt heima.“ 1 þessum orðum hins merka fræðimanns og ágæta skálds felst brýning til okkar allra, til okkar Háskólans manna um að leggja okkur alla fram í störfum og ekki síður til stjórn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.