Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1976, Blaðsíða 7
Rektor háskóla íslands,
PRÓFESSOR guðlaugur þorvaldsson
5
Háskólinn og íslenskt þjóðfélag1)
Háskóli íslands er að uppruna embígttismannaskóli og ber enn í dag ýmis merki þess.
Námið markast í ríkum mceli af opinberum skyldum, sem brautskráðir nemendur munu
takast á herðar, og þeim störfum, er þeir hverfa til að námi loknu.
A síðari árum hefur þó ýmissa breytinga orðið vart. Annars vegar hefur sókn í hreint
frceðilegt eða vísindalegt nám aukist, þar sem þekkingarkröfur einar hljóta að marka
námið án tillits til þess, hvað við tekur að því loknu. Hins vegar hefur einnig aukisl
aðsókn að hagnýtum greinum með tceknilegu ívafi af ýmsu tcei, þar sem reynt er að
búa nemendur undir ákveðin störf í þjóðfélaginu hliðstcett því, sem á við um embcettis-
menn.
Allar breytingar á skólanum í þessa átt hefur borið að sem afmarkaðar lausnir á
tiltölulega þröngu sviði, oft án tillits til þess, hvað fyrir var, eða til þess, hverju síðar
yrði bcett við.
Ég hygg, að ýmsar af þessum breytingum hafi tekist nokkuð vel, en því er þó ekki að
feyna, að háskólinn er orðinn allsundurleit stofnun og dreifð, enda hlýtur jafnan svo að
verða, þegar lausnir eru miðaðar við afmörkuð vandamál í dagsins önn fremur en leitað
se heildarlausna, sem standast megi til nokkurrar frambúðar.
Mér virðist Háskóli Islands vera orðin svo stór og flókin stofnun, að hcettulegt sé að
fáta ákvarðanir um einstök smáatriði ráða stefnu hans í heild. Það verður því ce nauð-
synlegra að afla heildarupplýsinga um háskólastarfsemina á skipulegan hátt og vinna úr
þeim eftir almennum reglum, áður en tekið er á einstökum málum. Slík umsköpun
gerist þó ekki á einni nóttu. Jafnframt verður ekki undan því vikist að dreifa valdi og
ábyrgð meira innan markaðs ramma og hafa betra eftirlit með því valdi og þeirri ábyrgð,
sem dreift er. Ég verð að játa, að starfsmenn við stjórnsýslu háskólans finna til van-
máttar síns á þessu sviði. En ekki dugir að gefast upp, og að því er stefnt að gera há-
skólann að styrkari heild.
Hin nýja þróun í starfsemi háskólans hefur kallað á aukið fjármagn. Asókn í fjármagn
befur einnig magnast frá öðrum sviðum þjóðlífsins. Háskólinn hlýtur þó að verða að
faka mið af aðstceðum þjóðfélagsins og fjárhagslegrar getu þess og hið sama á við um
“lla þá, er njóta stuðnings af almannafé, og einnig hina, sem að eigin framtaki búa.
Ef til vill hefur okkur orðið á í messunni eins og öðrum. Við höfum viljað gera meira
°S viljað scekja inn á fleiri svið en við höfum haft ráð á. Þess vegna hafa vaxtarskilyrði
ýmissa nýjunga orðið þrengri en gott er. SUkt veldur óáncegju og sundrungu innan
skólans og skapar átök um hin takmörkuðu gceði, sem fyrir hendi eru. Ef svo heldur
áfram sem horfir, er vafasamt að leggja út í frekari nýjungar í háskólastarfinu, þótt
margt mceli með þvi, nema nákvcemar upplýsingar séu fyrir hendi um þann kostnað,
er af því hlýst, og vilja fjárveitingavaldsins til að standa straum af honum.
Það er Ijósara en frá þurfi að segja, að háskólinn er og hlýtur að vera tengdur því, sem
gerist í þjóðfélaginu ntan dyra hans. Hann er að minni hyggju ekki heimur út af fyrir
l) Kafli úr ræðu rektors á háskólahátíð vorið 1977.