Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1976, Page 40
GuSfræðideild og fræðasvið hennar
38
viku vinnu. Náminu er skipt annars vegar
1 kjarna, sem er sameiginlegur fyrir alla
guðfræðistúdenta, og hins vegar frjálst nám
og kjörsvið sem stúdent velur eftir áhuga-
sviði sínu. Að hluta er hægt að taka sér-
sviðið í öðrum deildum háskólans. Gert er
ráð fyrir að stúdentar ljúki kjarna, sem er
125 námseiningar, á fjórum árum, þ.e. 15e
á misseri, en öllu náminu á fimm árum.
Þetta hefur í för með sér að nauðsynlegt er
að fara yfir hvern námsþátt í kjarna annað
hvort ár. Hverri kennslugrein er skipt í eitt
eða fleiri misseris-námskeið sem hverju lýk-
ur með prófi eða tímaritgerð.
Kjörsvið og frjálst nám telst 25 náms-
einingar. Þar velur stúdent sér sérgrein til
nánari umfjöllunar og semur stutta ritgerð.
Nýja reglugerðin hefur í för með sér
talsverðar breytingar á námsháttum stúd-
enta. I stað tveggja meginprófa eftir eldri
reglugerð, fyrra-hluta-prófs, sem að jafnaði
var tekið eftir 2—3ja ára nám í deildinni,
og síðara-hluta-prófs, sem tekið var í tveim-
ur þáttum 2—4 árum síðar, koma nú próf
í lok hvers misseris fyrstu fjögur ár náms-
ins og frjálst nám og kjörsvið síðasta árið.
Einnig krefst breytt yfirferð námsefnis auk-
innar heimavinnu af stúdentum.
Til þess að aðstoða stúdenta við skipu-
lagningu námsins gerir reglugerðin ráð fyrir
að hver stúdent hafi námsleiðbeinanda úr
hópi kennara.
Ymsir hafa áhyggjur af því að þessar
breytingar á námstilhögun og aukið vinnu-
álag á stúdenta muni skerða hið góða sam-
félagslíf stúdenta og kennara sem ríkt hefux
í guðfræðideildinni og hefur í reynd verið
snar þáttur í undirbúningi stúdenta undir
starf í kirkju og þjóðfélagi. Þá er hætt við
ef ekki er að gert að þessi nákvæma skipu-
lagning námsins og aukni vinnuhraði muni
fremur einangra stúdentana en gera þá
hæfari að starfa í nútímaþjóðfélagi. Á hinn
bóginn má benda á að þótt reglugerðin
geri ráð fyrir að stúdentinn sé nokkuð
bundinn fyrstu fjögur ár námsins býður
hún upp á meiri möguleika til sérnáms og
sjálfstæðra vinnurannsókna að kjarna lokn-
um. Ætti það að gera stúdentinn hæfari til
að starfa á því sviði sem hann velur sér.
Vinnur deildin að skipulagningu þessa þátt-
ar. Má t.d. nefna tilkomu Guðfræðistofnun-
ar Háskóla Islands í því sambandi, en henni
er m.a. ætlað að vera starfsvettvangur fyrir
stúdenta er vinna að fræðilegum verkefnum
undir leiðsögn kennara.
Sá þáttur reglugerðarinnar sem lýtur að
kennimannlega eða „hagnýta" náminu er
enn í mótun.
Þá er það nýmæli í hinni nýju reglugerð
að stofnað hefur verið til kennslu fyrir
væntanlega kennara í kristindómsfræðum í
grunnskólum, þ.e. B.A.-próf í kristnum
fræðum. Enn fremur er stefnt að kennslu
fyrir væntanlega menntaskólakennara í
kristnum fræðum og guðfræði.
Kennsla
Nú skal horfið að því að telja upp kennslu-
greinar guðfræðideildar. Þess skal þó getið
að sumar greinarnar eru kenndar á 2ja til
4ra missera námskeiðum en aðrar á aðeins
nokkurra vikna námskeiðum.
Kennslugreinar eru þessar:
Saga, trú og þjóðfélag Hebrea.
Inngangsfræði Gamla testamentisins.
Hebreska.
Ritskýring Gamla testamentisins.
Guðfræði Gamla testamentisins.
Gríska.
Inngangsfræði Nýja testamentisins.
Samtíðarsaga Nýja testamentisins.