Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1976, Side 337
Lög um Háskóla íslands
335
bætti eða dósentsstarf við háskólann, nema
meiri hluti nefndarinnar hafi látið í ljós
það álit, að hann sé hæfur til þess. Enn
fremur skal leita álits hlutaðeigandi há-
skóladeildar um umsækjendur og eiga full-
trúar stúdenta á deildarfundi þá ekki at-
kvæðisrétt.
Heimilt er að kveða svo á í reglugerð,
að framangreind ákvæði skuli gilda við
skipun lektora, svo og sérfræðinga við rann-
sóknastofnanir eða aðrar háskólastofnanir.
[Heimilt er að flytja lektor úr lektors-
stöðu í dósentsstöðu, skv. nánari ákvæðum
í reglugerð.]1)
12. gr.
Þegar sérstaklega stendur á, getur mennta-
málaráðherra, samkvæmt tillögu háskóla-
deildar og með samþykki háskólaráðs, boðið
vísindamanni að taka við kennaraembætti
við háskólann, án þess að það sé auglýst
laust til umsóknar.
Menntamálaráðherra skal heimilt, sam-
kvæmt tillögu háskóladeildar, að auglýsa
kennaraembætti laust til umsóknar, svo að
embættið verði veitt ári áður en hinn ný-
skipaði kennari hefur kennslu sína. Kveða
skal á um það hverju sinni, frá hvaða tíma
launagreiðslur hins nýskipaða kennara
hefjist.
13. gr.
Hver háskóladeild velur úr hópi prófessora
deildarinnar deildarforseta og annan til
vara. Deildarforseti á sæti í háskólaráði, en
varaforseti tekur sæti hans þar eftir reglum
4. gr.
Deildarforseta og varaforseta skal kjósa
til tveggja ára í senn. Þó skal kjörtímabil
þriggja þeirra deildarforseta, sem fyrst verða
kosnir eftir gildistöku laga þessara, aðeins
verða eitt ár, og skal hluta um það, eftir
að deildarforsetar hafa verið kjörnir, hverjir
þeirra skuli gegna störfum eitt ár og hverjir
tvö. Kjörgengum kennurum er skylt að taka
við kosningu til deildarforsetastarfa og til
starfa varadeildarforseta. Endurkjósa má
deildarforseta, en rétt hefur hann til að
skorast undan endurkjöri. Sá, sem gegnt
hefur embætti rektors, getur og skorazt
undan kjöri til deildarforseta starfa næsta
kjörtímabil, eftir að hann lét af rektors-
störfum. Nú fellur deildarforseti frá eða
lætur af störfum, og skal þá kjósa deildar-
forseta og varaforseta fyrir þann hluta kjör-
tímabils, sem eftir er.
14. gr.
Hver háskóladeild heldur fundi eftir þörf-
um. Deildarforseti boðar fundi, og eiga þar
sæti prófessorar, fastráðnir dósentar og
lektorar, sbr. 10. gr. 2. mgr., svo og for-
stöðumenn vísindastofnana, er lúta deild-
inni, og er þeim skylt að sækja fundi. Enn
fremur eiga þar sæti [þrír fulltrúar stúdenta
í deildum þar sem tala annarra, sem rétt
hafa til fundarsetu með atkvæðisrétti sam-
kvæmt lögum eða deildarsamþykktum, er
tólf eða færri, og síðan einn fulltrúi stúd-
enta fyrir hverja sex til viðbótar.] 2) Há-
skóladeild er heimilt að ákveða, að dósentar
og lektorar, sem starfa við háskólann við
gildistöku laga þessara, svo og aðjúnktar
megi sitja deildarfundi.
Nú er fjallað sérstaklega um kennslu-
greinar kennara, sem ekki eiga sæti á deild-
arfundi, og skal deildarforseti þá boða þá
á deildarfund og gefa þeim kost á að ræða
1) 1. nr. 67, 29. maí 1972.
2) 1. nr. 45, 25. maí 197'6.