Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1976, Blaðsíða 8
Háskólinn og íslenskt þjóSfélag
6
sig — hvað þá „fílabeinsturn". Hafi ég rangt fyrir mér, þá er miður farið, en því balda
óneitanlega ýmsir fram.
Það er jafnljóst, að háskólinn getur í ýmsum atriðum ekki búist við því að hafa
endanlegt vald í eigin málefnum, enda vceri slíkt ekki ceskilegt. Samt virðist óeðlilegt,
hversti margar mikilvcegar ákvarðanir um málefni, er skólann varða beint, eru teknar
án þess að hann hafi verið hafður með í ráðum.
Að vissu leyti getur háskólinn sjálfum sér um kennt. Hann gceti auðveldlega á ýmsan
hátt tekið frumkvceðið í mnrceðum um mál, sem hann hefur hingað til látið að mestu
afskiþtalaus. E.t.v. hefur háskólinn heldur ekki verið kvaddur af eindrcegni til þeirrar
forystu, sem eðlilegt er, að hann veiti.
Háskólinn hefur ncer engin afskipti haft af vali námsefnis í þeim skólum, sem undirbúa
nemendur undir háskólanám. Hann hefur heldur ekki tekið tillit til þeirra breytinga,
sem gerðar hafa verið á námsefni og námsskiþan þessara skóla á seinustu árum. Sem
dcemi um þetta má nefna, að háskólinn er lítt við því búinn að taka afleiðingunum af
grunnskólalögunum og niðurfellingu landsþrófsins, en líklegt má telja, að eftir svo sem
fjögur ár hljótist af þessari breytingu stóraukin eftirspurn eftir háskólanámi.
Að baki hugmyndarinnar að breytingum á framhaldsskólastiginu eru frómar óskir um
það, að aukin sókn í verkmenntun innan skólanna muni stefna stórum hópi ungmenna
út í atvinnulífið með halddrjúgt veganesti án þess að fara fyrst í gegnum háskólanám.
Það er von mín, að þessar frómu óskir rcetist, en ég hygg þó, að fleiri Ijón séu á veginum
en menn cetla. Verður framhaldsskólunum búin ncegilega góð aðstaða til að veita verk-
lega þjálfun? Hvernig tekst til með samband skólanna og vinnustaðanna? Verður ncega
vinnu að hafa fyrir þetta fólk?
Þessar sþurningar eru mér efst i huga. Ég get ekki varist þeirri skoðun, að fyrirhuguð
breyting muni enn auka á eftirspurn eftir háskólanámi, og þar með aukist vandi van-
búins háskóla til að taka við nemendum, hversu ceskilegt sem það annars verður talið.
Hér er vikið að máli, sem er e.t.v. eitt mesta vandamál nútímans í þjóðfélagi okkar
— tengslum skóla og atvinnulífs. Við hljótum margra hluta vegna að leita nýrra lausna
á því vandamáli, ekki aðeins lausna eftir erlendum fyrirmyndum, heldur innlendra lausna.
Samband skóla — þar á meðal háskóla — og atvinnulífs hefur lengi og oft verið til
umrceðu, en sú umrceða hefur ekki leitt til neinnar niðurstöðu. Samtvinnun náms og
vinnu — bceði launaðrar og ólaunaðrar — er e.t.v. meiri hér á landi en erlendis meðal
ungs fólks, en hvorki skólarnir, vinnuveitendur né stjórnvöld hafa greitt fyrir henni
skiþulega að neinu marki. Þetta hefur komið af sjálfu sér, en þó er tekið að harðna á
dalnum vegna breytinga, sem orðið hafa í þjóðfélaginu, ekki síst tceknilegra. Mér segir
svo hugur um, að hér þurfi að lyfta Grettistaki, og ég hef þá trú, að það verði gert, þvi
að hér er um lífssþursmál íslensku þjóðarinnar að rceða. Menntun er vopn einstaklingsins
í lífsbaráttunni og sönn menntun er bceði sótt í skólanám og önn og erfiði dagsins meðal
fólks. Verum þess minnug, að einstaklingurinn er ekki til vegna þess kerfis, er við búum
við, heldur á að breyta kerfinu með þarfir einstaklingsins t huga.