Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1976, Blaðsíða 24
Úr ræSu rektors á háskólahátíð 26. október 1974
22
gengna menn til útflutnings í ríkum mæli.
Á því hefur þjóðin ekki efni, nýtir starfs-
kraftar skiluðu sér ekki til þjóðarinnar, og
ekki er víst, að menn litu á það sem upp-
sprettu hamingju að vera dæmdir til ævar-
andi útlegðar. Eg tel, að æsku Islands sé
það til þurftar, að bent sé rækilega á þá
möguleika, sem atvinnuvegirnir bjóða fólki
upp á til lífsfyllingar, og margir væru
betur settir með að fara fyrr út i atvinnu-
lífið, annað hvort að loknu skyldunámi eða
eftir nám í menntaskóla, iðnskóla eða
öðrum sérskóla. Hins vegar þarf að skapa
þessu fólki möguleika til menntunar síðar
á lífsleiðinni með námskeiðum eða lengri
skólavist því sjálfu til aukinnar lífsnautnar
eða þekkingar í starfsgrein sinni.
Með markvissri upplýsingastarfsemi —
eða áróðri, ef menn vilja heldur nota það
orð, — held ég, að beina megi þróuninni
í heppilegri farveg að þessu leyti, en jafn-
framt hlýt ég að benda á tvennt, sem ekki
má gleymast, svo að öfgarnar í hina áttina
haldi ekki innreið sína, eins og oft vill
verða.
Allar þjóðir þurfa á að halda álitlegum
hópi langskólagengins fólks, ef þær eiga
ekki að dragast aftur úr í lífskjörum og
menningu. Að þessu fólki verður að búa
vel, svo að nám þeirra nýtist.
Hitt er það, að menntun er ekki aðeins
undirbúningur að starfi, heldur lífsnautn.
Því fé, sem þannig er varið til almennrar
menntunar æskufólks eða fullorðins fólks,
er ekki kastað á glæ. Hve mikið af því færi
ekki annars, beint eða óbeint, í hjóm og
hégóma — og jafnvel til eyðileggingar á
heilbrigðu félagslífi og heilsu fólks?
Hér verða ekki rakin nema að litlu leyti þau
málefni, sem hafa verið efst á baugi í há-
skólanum á liðnu starfsári, og viðhorfið
til framtíðarinnar verður einungis rætt lítil-
lega. Eg vil þó reyna að leggja áherslu á
nokkur atriði, sem mér finnst skipta höf-
uðmáli.
Um þetta leyti í fyrra voru miklar um-
ræður um aðgang annarra en stúdenta að
háskólanámi. Ég lít svo á, að Háskóli Is-
lands hafi nú markað stefnu sína að nokkru
leyti í bessu máli í samræmi við lög og
reglugerðir.
Fullnaðarpróf úr aðfararnámi Kennara-
háskóla Islands hefur verið viðurkennt sem
stúdentsprófsígildi og veitir því sama rétt
til skrásetningar í Háskóla Islands og stúd-
entspróf. Þá hefur nokkrum einstaklingum,
sem ekki hafa stúdentspróf, verið heimiluð
skólavist, enda hafa bær deildir, sem innrit-
unar er óskað í, samþykkt að meta nám
þeirra og starfsreynslu til jafns við stúdents-
próf eða því sem næst. Með þessu móti er
að því stefnt að opna háskólann fyrir þeim,
sem taldir eru hafa námshæfileika, undir-
búning og áhuga, þannig að langskólanám
geti orðið þeim sjálfum og þjóðinni að
gagni. Þetta ber hins vegar ekki að skilja
svo, að verið sé að opna háskólann fyrir
öllum, sem þangað vilja sækja, og gera hann
að almennum framhaldsskóla. Slíkt væri
vafasamur ávinningur fyrir viðkomandi ein-
staklinga, og hvorki þjóðin né háskólinn
hafa bolmagn til slíks, þannig að viðhlít-
andi sé.
Nýjar námsbrautir, sem aukið gætu á
fjölbreytni í námi við háskólann og fullnægt
þörfum þjóðfélagsins fyrir sérmenntað fólk
á nýjum sviðum, hafa verið mjög á dagskrá.
Þar á meðal hefur verið um bað rætt, hvort
þessar nýju námsbrautir væru betur settar
innan háskólans — og þá á hvern hátt,
eða í sérskólum,