Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1976, Blaðsíða 34
Ur ræSu rektors viS afhendingu prófskírteina voriS 1976
32
um fyrir barðinu á kerfinu. Ég á ekki von
á því, að um vísvitandi mismunun milli
manna sé að ræða. Slíkt væri slæmt, og við,
sem andspænis nemendunum stöndum,
verðum að muna, að skólinn er fólk frem-
ur en kerfi. Og aðgát skal höfð í nærveru
sálar. Stóra spurningin er, hvernig fólk
bregst við falli og ímynduðu ranglæti (með
réttu eða röngu). Verst er að missa trúna
á sjálfan sig. Betra er að gera meiri kröfur
til sjálfs sín, en minni til annarra. An slíks
hugarfars er okkur hætt.
Og þetta vekur aftur spurninguna um
það, hvort ekki sé þörf á stórauknum letj-
andi námsleiðbeiningum í stað eilífra hvetj-
andi námsleiðbeininga. Það er ekki síður
ástæða til að vara fiskimanninn við skerj-
unum en sýna honum, á hvaða miðum er
afla að vænta.
Sömuleiðis minnir þetta okkur á, að það
er ekki síður nauðsynlegt að Iæra að taka
mótlæti í lífinu og umbera náungann en
að læra um vísindalegar staðreyndir.
Háskólahátíð og afhending prófskírteina
Stækkun háskólans og breyttir tímar hafa
margvíslegar afleiðingar. Ein er sú, að los
hefur komist á hátíðahald skólans.
Áður fyrr var háskólahátíð haldin fyrsta
vetrardag til að fagna nýstúdentum og
standa þjóðinni reikningsskil á störfum há-
skólans. Formleg afhending prófskírteina
var engin eða bundin við einstakar deildir.
Síðar var farið að afhenda þau formlega
einu sinni á ári, og þá var jafnan um örfáa
tugi kandídata að ræða.
Nú eru lokaprófin orðin þrisvar á ári.
Á haustinu og um miðjan vetur hefur há-
tíðasalur háskólans jafnan nægt, en á vorin
hefur orðið að flytja athöfnina í Háskólabíó,
sem er óþarflega rúmgott til slíks.
Af ástæðum, sem ég rakti í haust, hefur
hin hefðbundna háskólahátíð 1. vetrardag
verið felld niður enda erfitt um vik á marg-
an hátt að halda hana. Ætlunin var að flytja
hana í breyttu formi yfir á júnímánuð og
sameina hana afhendingu prófskírteina. Nú
hefur komið í ljós, að slíkt er erfitt. Starfið
hefur sogað til sín hina brautskráðu, svo að
einungis hluti þeirra getur mætt, og sumar-
ið og sólskinið hefur gleypt flesta aðra.
Það er ástæðulaust að harma þetta. Tvö
yndislegustu orð íslenskrar tungu — sumar
og starf — vekja okkur fögnuð en ekki
harm.
Ef til vill verða breytingar á tilhögun
athafnar við afhendingu prófskírteina þegar
næsta haust. Ég lít svo á, að mest sé um
vert að fá til slíkrar athafnar, auk sjálfra
kandídatanna, vandamenn þeirra og a. m. k.
aðalkennara. Ef til vill er háskólinn orðinn
svo stór, að athafnir af þessu tæi ættu að
vera innan deilda.
I stað hefðbundinnar háskólahátíðar, sem
ætlað er að ná til almennings með fróðleik
um skólastarfið, er ef til vill heppilegast að
boða til blaðamannafundar með háskóla-
ráði.
Gjafir til háskólans
Á liðnu ári hafa Háskóla Islands borist
fjölmargar gjafir, og ýmsar þeirra mjög
stórar.
Hæst ber þar tölvugjöf IBM á Islandi og
tölvubúnað o. fl. frá Seðlabankanum, ásamt
hárri peningaupphæð frá ónefndum gef-
anda, sem áður hefur sýnt Háskóla Islands
einstaka rausn.
Háskólinn stendur í mikilli þakkarskuld
við alla þessa aðila.