Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1976, Blaðsíða 339
Lög um Háskóla íslands
337
þar atkvæðisrétt, enda sé hann settur til að
gegna embætti eða starfi fastráðins kennara.
20. gr.
Fyrirlestrar, æfingar og námskeið eru fyrir
skrásetta stúdenta, en kennara er heimilt að
veita öðrum kost á að sækja slíka kennslu,
nema háskólaráð mæli öðruvísi fyrir.
21. gr.
Hver sá, sem staðizt hefur fullnaðarpróf
frá íslenzkum skóla, sem heimild hefur til
að brautskrá stúdenta, á rétt á að verða
skrásettur háskólaborgari, gegn því að
greiða skrásetningargjald, enda hafi stúdent
ekki gerzt sekur um neina þá óhæfu, sem
geri það varhugavert, að dómi háskólaráðs,
að veita honum skólavist.
Rektor getur leyft, að skrásettir verði til
náms menn, sem lokið hafa erlendis prófi
eða prófum, er tryggja nægan undirbúning
til námsins eigi miður en íslenzkt stúdents-
próf.
[Háskólaráði er heimilt samkvæmt um-
sókn og að fengnum tillögum þeirrar deild-
ar, er í hlut á, að leyfa skrásetningu ein-
staklinga, er lokið hafa öðru fullnaðarprófi
frá menntaskóla en stúdentsprófi. Enn
fremur er háskólaráði heimilt samkvæmt
umsókn að leyfa skrásetningu einstaklinga,
er lokið hafa öðru námi hérlendis með
þeim árangri, sem sú deild, er í hlut á,
mæli með, að skapi hæfi til framhaldsnáms
innan Háskóla íslands. Enn fremur skal
rektorsembættið vera þessum ráðstöfunum
meðmælt, sbr. 3. mgr. 2. gr.
Raungreinadeildarpróf frá Tækniskóla
íslands veitir einnig rétt til skrásetningar
til verkfræðináms, með fyrrgreindum skil-
yrðum. Heimilt er að setja í reglugerð
ákvæði um, að ákveðin próf frá íslenzkum
skólum veiti rétt til skrásetningar í tiltekið
nám við háskólann, enda hafi prófin verið
metin jafngildi stúdentsprófs til undirbún-
ings viðkomandi námi.]1)
Heimilt er að setja í reglugerð ákvæði
um inntöku stúdenta í einstakar deildir.
Heimilt er að setja í reglugerð ákvæði,
er mæli fyrir um árlega skrásetningu stúd-
enta, og eru þá þeir einir taldir stúdentar
skólans, er hafa skráð sig til náms.
Skrásetningargjöld skulu ákveðin í reglu-
gerð.
22. gr.
Akvæði um heilbrigðisskilyrði í sambandi
við skrásetningar háskólastúdenta má setja
í reglugerð.
Ollum skrásettum stúdentum er skylt að
ganga undir heilbrigðisrannsóknir eftir því
sem háskólaráð áskilur.
23. gr.
Ákvæði um eftirlit með námsástundun há-
skólastúdenta má setja í reglugerð háskól-
ans.
24. gr.
Allir skrásettir stúdentar eru skyldir að
gæta velsæmis bæði í háskólanum og utan
hans.
Háskólaráð getur veitt stúdent áminningu
eða vikið stúdent úr skóla um tiltekinn
tíma eða að fullu, ef hann hefur gerzt
sekur um brot á lögum og öðrum reglum
háskólans eða reynzt sekur um háttsemi,
sem er ósamboðin háskólaborgara.
Áður en brottrekstur er ráðinn, skal leita
umsagnar háskóladeildar stúdents. Einnig
skal veita stúdent kost á að svara til saka.
1) 1. nr. 67, 29- maí 1972.
22