Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1976, Síða 241
Háskólabókasafn
239
GUÐMUNDSDÓTTIR. Slík þing eru
fjórða hvert ár, og er ráðgert að hið næsta
verði haldið á íslandi 1978.
Dagana 23.—27. september var haldin í
París alþjóðleg ráðstefna um málefni bóka-
safna, skjalasafna og upplýsingaþjónustu.
Ráðstefnan var haldin á vegum Menning-
a>'málastojnunar Sameinuðu þjóiíanna
IUNESCO). Af hálfu menntamálaráðuneyt-
isins sótti EINAR SIGURÐSSON ráðstefn-
una og skilaði hann ráðuneytinu greinar-
Serð um hana í desember (sjá 15. kafla).
1975
EINAR SIGURÐSSON fór í kynnisferð til
Bandaríkjanna vegna undirbúnings þjóðar-
óókhlöðu, ásamt arkitektum byggingarinn-
ar» og stóð ferðin dagana 10.—21. mars.
GUÐRÚN KARLSDÓTTIR sótti 5.
Úorðurkalotten-bókasafnaráðstefnuna sem
haldin var í borginni Rovaniemi í Norður-
Finnlandi dagana 26.—30. maí. Flutti hún
Þar erindi sem að hluta fjallaði um Há-
skólabókasafnið og birtist í hefti, sem gefið
var út fjölritað að ráðstefnunni lokinni
fsjá 15. kafla). í tengslum við ráðstefnuna
v°ru farnar kynnisferðir og m.a. skoðuð
hókasöfn.
1S- EókasafnsfræSi
Kennsla í bókasafnsfræði var tekin upp
Sem þáttur í námi til B.A.-prófs á vegum
heimspekideildar árið 1956 en laut frá
°ndverðu forsjá Háskólabókasafns, enda var
háskólabókavörður eini kennarinn í grein-
‘nni fyrstu árin. Lengst af síðan hefur
Eennslunni verið að mestu leyti haldið uppi
af stundakennurum, sem flestir hafa verið
hókaverðir við söfn í Reykjavík.
Háskólaárið 1972—73 annaðist Einar
^igurðsson umsjón með kennslunni í bóka-
safnsfræði, síðan Súsanna Bury til ársloka
1974, en árið 1975 var yfirumsjón með
kennslunni í höndum háskólabókavarðar. Á
árinu 1975 var veitt fé til ráðningar eins
lektors í bókasafnsfræði, og var Sigrún
Klara Hannesdóttir M.S.L.S. sett í stöðuna
til árs frá 1. október 1975 að telja. Á
fjárlögum fyrir árið 1976 var veitt fé tii
annarrar lektorsstöðu í bókasafnsfræði.
Nokkrir erlendir bókaverðir og bóka-
safnsfræðikennarar dvöldust hér á landi
lengur eða skemur og héldu fyrirlestra eða
önnuðust kennslu: D. J. FOSKETT, yfir-
bókavörður við University of London lnsti-
tute of Education, um mánaðartíma í mars
og apríl 1974; PER BOESEN, yfirbóka-
vörður við bókasafn verslunarháskólans í
Kaupmannahöfn, tvær vikur í október 1974;
próf. EDWARD EVANS, bókasafnsfræði-
kennari við Kaliforníuháskóla, Los Ange-
les, um mánaðartíma á vormisseri 1975;
dr. CHARLES WM. CONAWAY, aðstoð-
arprófessor í bókasafnsfræði við State Uni-
versity of New York at Buffalo, allt haust-
misserið 1975.
Kennslugreinar í bókasafnsfræði voru
þessar:
— Inngangsfræði
— flokkun
— skráning
— lyklun
— bókin (bóksaga, bókaútgáfa, bókagerð,
safnasaga)
— bókfræði (íslensk og erlend)
— handbókafræði
— námskeið um almenningsbókasöfn,
skólabókasöfn^ sérfræðibókasöfn og há-
skóla- og þjóðbókasöfn
— námskeið í tölvunotkun og stjórnun.