Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1976, Side 80
Heimspekideild og fræðasvið hennar
78
ingu og eignarhlutur Stofnunar Árna
Magnússonar í húsinu er 30%. Stofnunin
hefur til umráða hluta tveggja neðstu hæða
hússins. Gólfrými er alls 714 m2. Á 1.
hæð er lestrarsalur með sautján vinnu-
borðum, skrifstofa forstöðumanns, fjögur
vinnulierbergi sérfræðinga, herbergi þjóð-
fræðings, þrjú minni vinnuherbergi fyrir
filmulestur o. fl., málstofa og lítill sýn-
ingarsalur, auk kaffistofu og snyrtingar.
I kjallara eru handrita-, bóka- og segul-
bandageymslur, og auk þess vinnuherbergi
Ijómyndara.
Sýnt er að þetta húsnæði verður engan
veginn fullnægjandi þegar stundir líða
fram, og er raunar þegar um að ræða
þrengsli. Veldur þar mestu um að á árinu
1973 varð stofnunin að taka að sér vörslu
allra birgða útgáfubóka sinna vegna þess
að umboðssalinn, Bókaútgáfa Menningar-
sjóðs, réð ekki lengur yfir viðunandi
geymslum. Var bókunum komið fyrir i
herbergi sem upphaflega var ætlað undir
viðgerðastofu handrita og stóð ónotað. En
þar er rými þegar á þrotum og verður
stofnunin að fá aukið pláss hið bráðasta.
Einnig má nefna að bókasafn stofnunar-
innar þarf mikið og síaukið húsrými.
Bókasafn Árnastofnunar
í bókasafni Árnastofnunar eru nú um
16 000 bindi, og er heildarskráningu þeirra
ekki lokið. Vorið 1970, þegar skráning
og önnur vinna við safnið hófst, voru í
því 2175 bindi. Kjarni þess safns voru
bækur úr bókasafni Jóns Ásbjörnssonar
hæstaréttardómara, sem Hið íslenzka forn-
ritafélag, Áburðarverksmiðjan bf., Eim-
skipafélag Islands hf., Flugfélag Islands hf.
og Loftleiðir hf. gáfu; dánargjöf Steins
Dofra ættfræðings og gjöf Einars Ol-
Sveinssonar, þáverandi forstöðumanns
stofnunarinnar.
Mestur safnauki síðan er bókasafn Þor-
steins M. Jánssonar fyrrum skólastjóra og
alþingismanns og konu hans, SigurjónU
Jakobsdóttur. Safnið var keypt til Árna-
stofnunar samkvæmt sérstökum samning1
milli ríkisstjórnarinnar og þeirra hjóna og
afhent 1972. Safn Þorsteins og Sigurjónu
er eitt fullkomnasta safn íslenskra bóka
í einkaeign og er stofnuninni mikill fengut
að því. Safninu fylgir helmingurinn af
kaupverði þess, og skal því fé varið til
bókakaupa.
Erfingjar Árna Pálssonar verkfræðings
buðu Árnastofnun forkaupsrétt á þein1
bókum úr safni hans sem stofnunina van-
hagaði um. Árni átti margar fágætar og
jafnvel ófáanlegar erlendar bækur um lS'
lensk og fornnorræn efni. Alls voru keyP1
240 bindi úr safni hans.
Margar norskar stofnanir, félög og
einstaklingar færðu Árnastofnun verðm*tt
safn bóka og tímarita að gjöf í tilefn1
þjóðhátíðar 1974, alls um 500 bindi. Þeit
Hallvard Mageröy prófessor í Osló
Ludvig Holm-Olsen prófessor í Bergen
sáu um söfnun og útvegun bókanna, setn
allar eru gefnar út í Noregi.
Frá Svíþjóð bárust einnig veglegar bóka-
gjafir í tilefni þjóðhátíðarársins.
Auk þess sem hér hefur verið tali®
hefur fjöldi einstaklinga og stofnana efl1
safnið með bókagjöfum.
Sumarið 1973 hóf Árnastofnun bóka-
skipti við ýmsa’r erlendar stofnanir
hafa þau orðið bókasafninu mjög gagD'
leg. Stofnunin hefur látið útgáfubaekut
sínar í skiptum og fengið í staðinn ut'
gáfubækur annarra stofnana og tvítök ut