Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1976, Side 32
Úr ræðu rektors við afhendingu prófskírteina vorið 1976
30
Stjórnsýsla háskólans og stúdentaaðild
Nú er liðinn einn vetur síðan embætti
kennslustjóra við háskólann var stofnað.
Með því hefur stjórnsýsla háskólans styrkst
til muna. Embættismaður þessi ásamt há-
skólaritara, aðstoðarháskólaritara og bygg-
ingastjóra mun hafa með höndum stjórn
afmarkaðra málahópa samkvæmt reglum,
sem settar hafa verið um verkaskiptingu
þeirra í milli, en í nánu samráði við rektor
og háskólaráð.
Með stækkun einstakra deilda hafa feng-
ist ráðnir fulltrúar eða ritarar, sem annast
ýmiss konar störf við stjórn deilda í samráði
við deildarforseta og áðurgreinda embættis-
menn skólans. Vænti ég þess, að smátt og
smátt verði hægt að auka við slíku starfsliði
og bæta þannig þjónustu við nemendur og
kennara.
Með lögum frá í vor var gerð viðamikil
breyting á lögum um Háskóla Islands, eink-
um að því er varðar aðild stúdenta að
rektorskjöri, háskólaráði og stjórnun deilda
og skora.
Framvegis fá stúdentar þriðjungsaðild að
rektorskjöri, og eiga allir skráðir stúdentar
atkvæðisrétt, en hlutdeild stúdenta í rektors-
kjöri var sú, að þeir völdu 20 fulltrúa, sem
höfðu atkvæðisrétt. Nam sá fjöldi 1/7
hluta atkvæðisbærra manna við síðasta
rektorskjör, en 1/6 við rektorskjör 1973.
Framvegis fá einnig hlutadósentar og hluta-
lektorar aðild að rektorskjöri og enn frem-
ur allir þeir, sem fastráðnir eru eða settir
til fulls starfs við háskólann og stofnanir
hans og hafa háskólapróf.
Stúdentar fá nú fjóra fulltrúa í háskóla-
ráð í stað tveggja og Félag háskólakennara
tvo í staðinn fyxir einn. Auk þess eiga
rektor og átta deildarforsetar sæti í háskóla-
ráði. Þannig verða háskólaráðsmenn 15
í stað 12.
Auk þess eykst aðild stúdenta nú að stjórn
deilda og skora lítillega.
Allvíðtækt samkomulag náðist í háskóla-
ráði um tillögur þessar, því að þær voru
endanlega afgreiddar með tíu atkvæðum
gegn einu.
Það er skoðun mín, að hér hafi vel skip-
ast, en reynslan ein fær þó skorið úr því,
hve hyggilegar þessar breytingar hafa verið.
Eg lít svo á, að við höfum farið mun varleg-
ar og skynsamlegar í breytingar en almennt
þekkist í háskólalöggjöf Evrópulanda sið-
ustu fimm árin, og það er mikils um vert,
að þessar breytingar eru í senn studdar af
háskólakennurum og stúdentum, og frum-
kvæðið er innan háskólans, en ekki utanað-
komandi lögþvingun, eins og víðast hvar
hefur orðið í Evrópu.
Reynsla af stúdentum í háskólaráði og
stjórnun deilda hefur yfirleitt verið mjög
góð, og ég veit, að allflestir eru á einu máli
þar um.
Inntökuskilyrði og próf
Fyrir tveimur til þremur árum voru miklar
umræður meðal manna og í f jölmiðlum um
aðgang að háskólanámi, einkum um það.
hvort leyfa ætti innritun annarra en stúd-
enta. Háskólinn markaði sér stefnu til bráða-
birgða í bessum málum haustið 1974 í sam-
ræmi við lög og reglugerðir, og síðan hefur
verið hljótt um bessi mál almennt. Háskól-
inn er opinn fyrir aðra en stúdenta með
vissum skilyrðum um hæfilegan undirbún-
ing og starfsreynslu. Reyndin hefur orðið
sú, að 10—15 manns æskja árlega innrit-
unar án þess að hafa stúdentspróf, og hefur
þorri þeirra fengið skólavist. Aðfararnám