Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1976, Blaðsíða 23
Úr ræ3u rektors á háskólahátíð 26. október 1974
21
Fyrir hönd Háskóia íslands býð ég alla
viðstadda velkomna. Eg býð velkominn for-
seta Islands og forsetafrú, ráðherra, fulltrúa
erlendra ríkja, fulltrúa atvinnuvega og sam-
taka, embættismenn og aðra gesti háskólans.
Eg býð velkomna verðandi heiðursdokt-
°ra, allt samstarfsfólk við háskólann og
síðast en ekki síst þá, sem nú kveðja skól-
ann eftir að hafa lokið prófi frá honum á
þessu hausti, og nýstúdenta, sem hér eru
staddir.
Alls luku 55 prófi frá Háskóla Islands á
þessu hausti og skiptast þeir þannig á
ðeildir:
Guðfræðideild 2.
Lagadeild 5.
Viðskiptadeild 8.
Heimspekideild 18.
Verkfræði- og raunvísindadeild 15.
Námsbraut í alm. þjóðfélagsfræðum 7.
Ég árna ykkur öllum, kæru kandídatar,
heilla og hamingju í lífi ykkar og starfi og
Eið ykkur og vandamönnum ykkar guðs
blessunar. Tafnframt þakka ég ykkur fyrir
hönd háskólans ánægjulegt samstarf á liðn-
tttn árum. Ég bið ykkur nú að koma hér
upp og veita viðtöku prófskírteinum úr
hendi deildarforseta.
Við minnumst í dag með þakklæti og virð-
mgu þeirra þegna háskólans, sem látist hafa
frá síðustu háskólahátíð, jafnt manna, sem
a langri starfsævi mörkuðu djúp spor í
s°gu samtímans og reistu sér með verkum
stnum óbrotgjarnan minnisvarða í vitund
tslensku þjóðarinnar, og hinna, sem hurfu
a braut í blóma lífsins.
Ég flyt hér einnig kveðjur háskólans og
þakkir til þeirra mörgu, sem látið hafa af
störfum við háskólann frá því, að síðasta
háskólahátíð var haldin fyrir tveimur árum.
í hópi þeirra eru margir af þekktustu há-
skólamönnum, sem við höfum átt — menn,
sem við, er enn störfum við skólann, minn-
umst með hlýjum hug og sérstöku þakklæti.
Fyrirrennara mínum í rektorsstarfi, sem
varð á þessu hausti að láta af störfum
vegna veikinda, flyt ég alúðarkveðjur og
þakkir Háskóla Islands, og ég vona, að hin
mikla þekking hans og hæfileikar megi
áfram verða íslenskri vísindastarfsemi til
eflingar.
Nýja starfskrafta býð ég velkomna og
vænti mikils af þeim fyrir háskólans hönd.
Þá vil ég nota þetta tækifæri og flytja
öllum þeim, sem fært hafa háskólanum
gjafir, alúðarþakkir skólans. Hér er bæði
um að ræða innlenda einstaklinga, félög og
fyrirtæki og marga erlenda aðila.
Umræður um háskólamálefni hafa verið
ofarlega á baugi meðal flestra þjóða. Ásókn
í háskólanám hefur verið mikil og vaxandi
til skamms tíma, og í allflestum löndum
hefur verið gripið til aðgerða í því skyni
að hefta þessa ásókn með ýmsu móti. Mjög
víða heyrast þær raddir, að sá hópur, sem
leggur út í langskólanám, skili sér ekki
sem skyldi til starfa í atvinnulífinu. Hér á
landi verða þessar raddir sífellc háværari.
Það er mín skoðun, að við verðum að
hlusta á þær. Ef við sannfærumst um rétt-
mæti þeirra, þá þarf líka að vinna mark-
visst að urbotum. Háskóli Islands hefur
gengið miklu skemmra í því en erlendir
skolar að hefta aðgang að háskólanámi,
enda hefur hér ekki verið atvinnuleysi
meðal langskólagenginna manna. Ég lít svo
a, að æskilegt sé að komast hjá slíkum
hömlum, eftir því sem frekast er unnt, en
játa hins vegar, að það sé vafasamt fyrir
okkur að mennta í framtíðinni langskóla-