Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1976, Blaðsíða 124
Námsbraut í almennum þjóðfélagsfræðum
122
Fneðsluskrifstofu Reykjavíkur: Könnun á
viðhorfum foreldra skólabarna til skólamál-
tíða.
Þróunarstofnun Reykjavíkurborgar: Könn-
un á nýju hverfi í því skyni að finna galla
og kosti á skipulagi þess.
Akureyrarbce: Könnun á viðhorfum íbúa
til skipulags, atvinnu og félagsmála.
Isafjarðarbce: Kannanir á margvíslegum
þáttum vegna aðalskipulags kaupstaðarins
svo sem breytingum á búsetu fólks, brott-
flutningi, starfsemi í miðstöðvum og at-
vinnulífi.
Borgarneshrepp: Könnun á viðhorfum íbú-
anna, atvinnu þeirra og áformum (fram-
kvæmd vegna aðalskipulags hreppsins).
ÆskulýSssamband Islands: Könnun á fíkni-
efnaneyslu ungs fólks í Reykjavík.
ViSfangsefni námsbrautarinnar á sviði
þjóðfélagsrannsókna, auk framangreindrar
þjónustustarfsemi við aðila utan háskólans,
hafa verið margs konar. Til að veita yfirlit
yfir þennan þátt starfseminnar verður hér
gedð helstu viðfangsefna á tímabilinu 1973
—1975:
— Breytingar á mannfjölda á Islandi frá
upphafi átjándu aldar, þéttbýlismyndun
og breytingar á atvinnuháttum.
— Islenska fjölskyldan, einkum þróun
hennar og helstu einkenni, samanborin
við fjölskylduhætti annars staðar.
— Lagskipting íslenska þjóðfélagsins, eink-
um stéttasamsetning og einkenni stétta,
staða einstakra stétta og hlutverkaskipan
karla og kvenna.
— Samspil manna og lífríkis á íslandi,
einkum viðhorf til landgæða.
— Samfélagsgerð og menning íslenska
þjóðveldisins í Ijósi ýmissa kenninga
mannfræðinnar.
Nokkur einkenni íslenska menntakerf-
isins, uppruni nemenda og tegundir
námsefnis,
Sérhópar í íslensku þjóðfélagi. Meðal
rannsókna af þessu tagi eru athugun a
félagslegri einangrun og einmanaleika
aldraðra, könnun á einstaklingum og
hópum í minnihlutaaðstöðu, athugun a
fíkniefnaneyslu ungs fólks, könnun a
afbrotaferli íslenskra fanga og réttar-
vitund nokkurra þjóðfélagshópa.
Heilbrigðishættir og fjölskyldulíf ís-
lenskra togarasjómanna samanborið við
samsvarandi norskar og sænskar statfs-
greinar. Rannsóknin er framkvæmd i
samvinnu við tvo kennara læknadeildar.
Byggðaþróun á Vestfjörðum, einkum
við Isafjarðardjúp. Þessi rannsókn felur
í sér athugun á brottflutningi fólks sl-
20 ár ásamt viðtölum við brottflutta
1971—1973. Rannsóknin beinist einn-
ig að breytingum á búsetu fólks a
Vestfjörðum frá 1850 og á atvinnu-
vegum á sama tímabili. Athugun a
þætti stjórnkerfisins í byggðaþróun er
enn fremur liður í þessari rannsóknar-
starfsemi. Markmið slíkrar víðtækrar
athugunar á byggðaþróun Vestfjarða er
að kanna dæmi um eitt helsta einkenni
íslenskrar þjóðfélagsþróunar síðustu
áratugi og tengja þessar rannsóknir
sams konar athugunum á öðrum byggð-
um við Norður-Atlantshaf, einkum 1
Noregi og Kanada.
Flokkakerfið í íslenskum stjórnmálum>
einkum undirstaða fylgis þeirra, skipu-
lag, hugmyndafræði, þróunarferill °S
samstarfshættir. Megineinkenni flokka-
kerfisins, uppruni þess og samanburður
við erlend flokkakerfi eru mikilvæg>r
liðir í þessum rannsóknum. Kosningad