Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1976, Side 30
Úr ræðu rektors viS afhendingu prófskírteina vorið 1976
28
sviði heilbrigðismála, tæplega þriðjungur
til Raunvísindastofnunar, en það, sem eftir
er, rennur til stofnunar Arna Magnússonar
og Orðabókar háskólans. Alls má ætla, að til
eiginlegrar háskólastarfsemi sé því veitt fé
á fjárlögum sem nemur 8—900 millj. króna.
Því til viðbótar er svo happdrættisfé til
framkvæmda, sem á þessu ári nemur yfir
190 millj. kr. Auk bess renna 40—-45 millj.
kr. af hagnaði happdrættisins í ríkissjóð sem
framlag til framkvæmda í þágu rannsókna-
stofnana atvinnuveganna.
Fé á fjárlögum og happdrættisfé, sem
rennur til rekstrar og framkvæmda háskól-
ans og stofnana hans, er bví á þessu ári
1000—1100 millj. króna.
SérstaSa Háskóla íslands í fjármálum
Á tveimur sviðum fjármála hefur Háskóli
Islands mikla sérstöðu, ef borið er saman
við evrópska háskóla. Annað atriðið lýtur að
samstarfsnefnd milli háskólans og ráðu-
neyta, sem fjallar um rekstrarfjárveitingar
til skólans og framkvæmdaáætlanir. Hitt
atriðið er Happdrætti Háskóla Islands.
Mér er ljóst, að skiptar skoðanir eru um
ágæti samstarfsnefndarinnar, en ég er þess
fullviss, að hið nána samstarf yfirvalda
menntamála og fjármála við yfirstjórn há-
skólans hefur orðið báðum aðilum mjög til
góðs, enda hef ég orðið þess var hjá starfs-
bræðrum mínum við evrópska háskóla, að
þeim leikur öfund á þessu fyrirkomulagi.
Eg efast um, að fólk átti sig almennt á
því, hvílíkur máttarstólpi Happdrætti Há-
skóla Islands hefur verið skólanum. Eg er
jafnframt sannfærður um, að bað hefur létt
mörgum áhyggjum af fjárveitingarvaldinu
að þurfa ekki að hugsa beint fyrir fram-
kvæmdafé til háskólans, svo að nokkru
nemi.
Skipulagsmál og framkvæmdir
Eg hef áður minnst á það, að Háskóli ís-
lands má vænta þess, að nemendum fjölgi
um 800—1000 á næstu fimm árum, eins
og nú horfir, miðað við stærð árganga og
ásókn í háskólanám. Það er svo önnur saga,
hvort ríkisvaldið eða þjóðfélagið vill spyrna
fæti við þessari þróun, og mun ég víkja að
því síðar, en slíkt er vægast sagt ekki lík-
legt.
Það er skoðun mín, að háskólinn þurfi
því á næstu árum að undirbúa sig á margan
hátt undir bessa fjölgun nemenda að því er
húsrými og aðbúnað varðar.
Reykjavíkurborg hefur séð Háskóla Is-
lands fyrir svæði, sem veitir honum aðstöðu
til þróunar til næstu aldamóta. Vafasamt
er, að áhugamörk eða „interessehorizont"
okkar nái lengra fram í tímann. Ég vil mega
vænta þess, að innan árs fáist skýrari línur
um fyrirhugaða nýtingu þessa svæðis í sam-
vinnu við skipulagsyfirvöld, en mikil vinna
hefur verið lögð í það undanfarin tvö ár
að fullvinna slíkar hugmyndir.
Hugmyndir um skipulag á Landspítala-
lóð og framkvæmdir á henni eru ítarlegar
mótaðar en framtíð háskólalóðarinnar. Á
næstu árum má vænta þess, að þar rísi mikl-
ar byggingar í þágu Landspítalans sem há-
skólasjúkrahúss og almenns sjúkrahúss. Lagt
mun verða í þessar framkvæmdir af fé
háskólans, en miklu meira þarf þó til.
Á síðasta sumri varð um það samkomu-
lag hjá háskólayfirvöldum, að á næsta fimm
ára tímabili fari um 55% af nýbyggingafé
háskólans til framkvæmda á Landspítalalóð,
en um 45% til framkvæmda á háskólalóð-
inni. Alls er gert ráð fyrir, að framkvæmda-
fé á þessum árum nemi um 1300 millj. kr.
miðað við verðlag 1975, og þar af fari
900—950 millj. kr. í nýbyggingar, en af-