Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Blaðsíða 13
Ræður rektors Háskóla íslands
11
sérfræðinga úr atvinnulífinu eða úr stofn-
unum utan háskólans í hlutastöður til
ákveðins tíma. Þess má vænta að slíkir sér-
fræðingar taki þátt í mótun kennslu, efli
tengsl við atvinnulífið, kynni ný viðhorf og
miðli þekkingu og færni sem eru ekki fyrir
hendi hjá fastráðnum kennurum.
Varðveisla, miðlun og öflun þekkingar
er þungamiðja háskólastarfsins. Öflugt
bókasafn er grundvöllur slíkrar starfsemi,
og er því brýnt að leitað verði leiða til að
efla háskólabókasafnið, auka fé bæði til
bóka- og tímaritakaupa og til að hraða upp-
byggingu Þjóðarbókhlöðu.
2. Efla undirstöðumenntun og tengsl við
skólana
Háskólinn eflir undirstöðumenntun í
landinu með nánara samstarfi við fram-
haldsskóla og grunnskóla svo og með sam-
vinnu við aðra skóla. Háskóladeildir þurfa
að skilgreina forkröfur til nemenda, þ.e.
kröfur sem eiga að tryggja að nemandinn
hafi lokið nauðsynlegu undirbúningsnámi í
tilteknum greinum, til þess að hann hafi
fullt gagn af háskólakennslunni. Nauðsyn
er að samræma kröfur framhaldsskóla í
vissum undirstöðugreinum og tryggja að
nemendur fái þann undirbúning sem gert
er ráð fyrir.
Háskólakennarar þurfa að starfa með
framhaldsskólum og grunnskólum til að
styrkja starf þeirra og skapa virk tengsl
milli mismunandi skólastiga. Jafnframt
þarf að auka samstarf við aðra skóla á há-
skólastigi, m.a. til að efla verkmenntun og
stutt fagnám.
Aukin þörf er fyrir stutt og hagnýtt nám
að loknu stúdentsprófi. Æskilegt væri að
slíkt nám gæti nýst sem áfangi í framhalds-
námi í háskólanum.
3. Efla œðri menntun með fjarkennslu,
þ-e. „Opnum háskóla"
Háskólinn ætti að stefna að því að veita
landsmönnum tækifæri til að njóta æðri
menntunar og vísinda með aðstoð fjar-
kennslu og fjölmiðlatækni.
Góð almenn menntun og aukin símennt-
un eru forsendur aukinnar hagnýtingar á
þekkingu á flestum sviðum atvinnulífsins.
Þörf fyrir aukna menntun vex ört, og kröf-
ur um bætta þjónustu á þessu sviði fara
vaxandi, svo sem kröfur um sveigjanlegra
nám og nám með starfi.
Með fjarkennslu og aðstoð fjölmiðla-
tækni, þ.e. útvarps, sjónvarps og mynd-
banda, er unnt að veita nemendum, án til-
lits til aldurs eða búsetu, tækifæri til að
ljúka áfangaprófum og jafnvel háskóla-
prófi. Þeir sem ekki vilja þreyta slík próf
geta einnig notfært sér slíkt námsefni, og er
þetta ein áhrifamesta leiðin til að auka al-
menningsfræðslu og endurmenntun eða sí-
menntun í landinu. Vænta má að slíkur
starfsmáti stuðli að sjálfstæðari vinnu-
brögðum og aukinni framtakssemi nem-
enda.
4. Markvissari rannsóknastarfsemi
Tilgangur vísindarannsókna er að afla
þekkingar og skilnings á viðfangsefninu.
Rannsóknafrelsi, þ.e. frjálst val á viðfangs-
efni, er grundvallaratriði í háskólastarfinu.
Háskólakennarar þarfnast aðstöðu til
vísindastarfa, þ.e. tíma, aðbúnaðar ogfjár-
veitinga til rannsókna. Á móti kemur sú
krafa að vísindamaðurinn semji rann-
sóknaáætlun og framvinduskýrslur, geri
grein fyrir tilgangi rannsóknaverkefnis, til-
högun rannsókna og helstu niðurstöðum.
Útdrættir úr framvinduskýrslum væru síð-
an notaðir í rannsóknaskrá háskólans, sem
væri gefin út t.d. annað hvert ár. Slíkri skrá
yrði dreift, og mundi hún veita hverjum
sem hafa vill upplýsingar um rannsókna-
starfsemina og framvindu verkefna. Fé
yrði veitt til vel skilgreindra verkefna, með
nauðsynlegum sveigjanleika þó til að
bregðast við óvæntum niðurstöðum og nýj-
um upplýsingum.
Aukin kynning á rannsóknum eykur