Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Page 15
Ræður rektors Háskóla íslands
13
stórvirki í raun fyrir svo fámennt lið í fá-
mennu landi.
Háskóli íslands er ekki einn skóli heldur
fjöldi skóla á efsta menntastigi þjóðarinn-
ar. Við höfum byggt upp nýja skóla í raun-
vísindum og verkfræði, og við höfum byggt
upp og eflt nýjar greinar í hugvísindum.
Vissulega er mikið verk framundan. Við
þurfum að bæta og víkka grunnnámið í
mörgum greinum og efla framhaldsnám og
vísindastörf.
Við viljum gera margt í senn. Við höfum
áformin, áætlanir og áhugann. Við erum
með stórar byggingar á ýmsum byggingar-
stigum, hús læknadeildar, hús verkfræði-
deildar og Odda. Við höfum á teikniborð-
inu nýja fyrirlestrasali og nýjar byggingar
fyrir líffræði og lyfjafræði og ýmsar endur-
bætur og viðauka við eldri byggingar.
Nýir tímar og nýjar þarfir krefjast nýrra
úrræða og lausna. Við þurfum ekki að
kvíða framtíðinni né þeim verkefnum sem
okkar bíða. Við höfum kjark og þrek,
þekkingu og þrautseigju til að takast á við
vandann. Við verðum að smita aðra af eig-
in eldmóði og veita þeim hlutdeild í við-
fangsefnum okkar og öðlast þannig skiln-
ing þeirra og stuðning.
Brautskráning kandídata 26. október 1985
Kœru kandídatar, góðir gestir og samstarfs-
menn!
Ég býð ykkur hjartanlega velkomin til
þessarar athafnar, er við fögnum mikilvæg-
um áfanga sem verður staðfestur nú á
formlegan hátt með afhendingu prófskír-
teina. Við óskum ykkur og aðstandendum
ykkar hamingju og heilla við þessi tímamót
og þökkum ykkur samveruna og samstarfið
á undanförnum árum.
A þessari stundu er einnig við hæfi að
fera þakkir þeim sem gerðu ykkur kleift að
ná þessum áfanga, en það eru aðstandend-
ur ykkar og nágrannar, það eru íslenskir
skattgreiðendur. Við stöndum öll íþakkar-
skuld við lúnar hendur liðinna kynslóða
sem byggðu þennan háskóla og lögðu
grunninn að velmegun okkar.
Það er metnaður hvers háskóla að nem-
endum vegni vel í námi og verði farsælir í
störfum. Vegsemd háskóla markast af
tvennu: Ágæti þeirra nemenda sem þeir
útskrifa og þeim vísindastörfum sem þar
eru unnin. Háskóli íslands má vera stoltur
af nemendum sínum. í framhaldsnámi er-
lendis hafa þeir yfirleitt staðið sig mjög vel
og verið til mikils sóma. Þar fæst raunhæfur
samanburður við heimamenn á hverjum
stað. Vísindastörfin við Háskóla íslands
eru einnig meiri að vöxtum og gæðum en
marga grunar, reyndar eru margir vísinda-
menn okkar þekktari að heiman en heima.
Hlutverk Háskóla íslands er að vera vís-
indaleg rannsóknastofnun og vísindaleg
fræðslustofnun, er veiti nemendum sínum
menntun til þess að sinna sjálfstætt vísinda-
legum verkefnum og til að gegna ýmsum
embættum og störfum í þjóðfélaginu.
Stefna háskólans er sú að námsefni og
kennsla veiti breiðan grundvöll og undir-
stöðuþekkingu í viðkomandi fræðigrein og
nokkra þjálfun í vísindalegum vinnubrögð-
um.
Þungamiðja háskólastarfsins er varð-
veisla, miðlun og öflun þekkingar. Árang-
ur þessarar viðleitni fer eftir aðstöðu og
aðstæðum hverju sinni, eldmóði kennara
og áhuga nemenda.
Markmið ykkar með náminu eru vafalít-
ið mismunandi. Sumir leita menntunar og
þjálfunar til embættisstarfa, aðrir leita
færni til ýmiss konar sérfræðistarfa, og enn