Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Blaðsíða 16
14
Árbók Háskóla íslands
aðrir eru einfaldlega í sannleiksleit, haldnir
ríkri þekkingarþörf.
Pví miður gefst allt of fáum stúdentum
tækifæri til þátttöku í vísindarannsóknum
hér við Háskóla íslands. í framhaldsnámi
fáið þið tækifæri til frekari þátttöku í vís-
indastörfum. Þá kynnist þið spennandi og
oft ævintýralegri leit nýrrar þekkingar og
skilnings á viðfangsefninu.
Pað er ólýsanleg tilfinning sem bærist í
brjósti vísindamannsins þegar hann, oft
eftir langa leit, finnur það sem hann leitar
að, finnur lausn, finnur skýringu og öðlast
skilning á viðfangsefninu. Sumir grafa fjár-
sjóði þekkingar úr fortíðinni, aðrir leita
skilnings á manninum og umhverfi hans í
nútíð, og enn aðrir líta til framtíðarinnar og
hvers vænta má.
Störf vísindamannsins krefjast þraut-
seigju og þolinmæði. Hans bíða vonbrigði
en jafnframt þessir fáu og fágætu sigrar. En
að leiðarlokum hefur hann aðeins hlotið í
sinn hlut brot þeirrar þekkingar sem hann
leitar að. Úr þessum þekkingarmolum vís-
indanna er sá þekkingarheimur byggður
sem við njótum og nýtum í dag, og vex
hann raunar dag hvern. Þegar þið eruð
komin vel á veg í slíku starfi verður ykkur
ljóst að munur á nemanda og kennara
hverfur smátt og smátt. Þeir verða sam-
stúdentar í sannleiksleit, nemandinn og
kennarinn.
Hvort sem þið ljúkið formlegu námi nú
eða síðar, þá er námsferli ykkar ekki lokið.
Pað skiptir litlu hver námsgreinin er og
hver störfin verða. Þörfin fyrir stöðuga
endurnýjun þekkingar vex.
Þarfir þjóðfélagsins breytast nú örar en
nokkru sinni, er við færumst hröðum skref-
um nær upplýsingaþjóðfélaginu. Hinn nýi
auður upplýsingaþjóðfélagsins er þekking
sem endurspeglast í afurðum hátækniiðn-
aðar, svo sem hugbúnaði og tölvutækni, í
líftækni og efnistækni og í öðrum hliðstæð-
um greinum.
Þessi öra þróun í þekkingariðnaði og til-
svarandi breytingar í atvinnulífinu gera
auknar kröfur til háskóla en jafnframt
auknar kröfur til ykkar og annarra þjóð-
félagsþegna. Við erum nauðug viljug þátt-
takendur í þessum leik. Þið verðið knúin til
símenntunar eða endurmenntunar, því ört
er aðstreymi nýrrar þekkingar. Háskóla-
prófin ykkar eru því áfangapróf í skóla lífs-
ins.
Almenn menntun og aukin símenntun
eru forsendur fyrir aukinni hagnýtingu
þekkingar á flestum sviðum atvinnulífsins.
Háskóli íslands stefnir að því að auka hag-
nýtingu þekkingar og rannsókna og vill efla
skilning landsmanna á tækni og vísindum.
Vísindi eru mörgum sem framandi heimur,
en svo má ekki vera. Vanþekking á vísind-
um, á eðli þeirra og takmörkunum, leiðir
oft til ofmats á gildi þeirra.
Þörf fyrir aukna menntun vex ört og ekki
aðeins hjá háskólamenntuðu fólki. Kröfur
um bætta þjónustu á þessu sviði fara vax-
andi víða um land, svo og kröfur um
sveigjanlegra nám og nám með starfi. Eldri
nemendur, sem lokið hafa námi úr
öldungadeildum og eiga ekki heiman-
gengt, óska eftir frekari tækifærum til
náms. Unnt er að mæta slíkum þörfum að
hluta með nýjum kennsluháttum og nú-
tímatækni. Hér á ég við fjarkennslu.
Með fjarkennslu, sem byggist á sjálfs-
námi og kennslu í útvarpi, sjónvarpi og
með myndböndum, er unnt að veita lands-
mönnum tækifæri til að afla sér frekari
menntunar, án tillits til aldurs, búsetu eða
formlegrar skólagöngu. Með slíkri fjar-
kennslu má efla fræðslu á ýmsum skóla-
stigum, og væri meö þessum hætti einnig
hægt að veita háskólamenntun.
Slíkt sjálfsnám krefst sjálfstæðari vinnu-
bragða og meiri framtakssemi en hefð-
bundin skólaganga, og verða nemendur að
byggja upp þekkingu sína og færni í áföng-
um ekki síður en í hefðbundnu námi. Þeir
sem ekki vilja þreyta nein próf geta einnig
notfært sér slíkt námsefni, og er þetta ein