Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Side 17
Ræður rektors Háskóla íslands
15
áhrifamesta leiðin til að auka almennings-
fræðslu og símenntun í landinu.
Endurmenntun verður nauðsyn í lífi
ykkar og störfum. í þessu sambandi er vert
að geta þess, að þegar kandídatar sem út-
skrifuðust 1957 frá Yaleháskóla í Banda-
ríkjunum hittust á ný á 25 ára afmæli út-
skriftar voru 75%, þrír af hverjum fjórum
þeirra, í störfum sem voru ekki til þegar
þeir luku námi. Úr því að breytingarnar
voru svo örar á síðasta aldarfjórðungi,
hvers er þá að vænta á næsta aldarfjórð-
ungi? Haldið því vöku ykkar.
Gnægð skemmtilegra og oft erfiðra verk-
efna bíður ykkar, því margt er óunnið í
okkar fámenna landi. Pið eigið gott líf
framundan. Þar á ég ekki við hið ljúfa líf
lystisemda, heldur líf átaka og sigra, en
einnig vonbrigða. Þið gangið vonglöð á
brattann og njótið áreynslunnar í leiðinni.
Við ykkur eru miklar vonir bundnar. Þið
munuð brátt móta þjóðfélag okkar og
breyta því, en gleymið ekki þeim draumum
og vonum sem þið berið í brjósti í dag.
Gleymið ekki draumnum um betra og rétt-
látara þjóðfélag. Hann er von alls æsku-
fólks. Látið ekki kaldhæðni koma í stað
bjartsýni. Glatið ekki eldmóði ykkar og trú
á land og þjóð, trú á framtíðina. Með eld-
móði og áhuga, með vandvirkni og vinnu-
semi mun ykkur takast að ná því marki sem
þið setjið ykkur. Við óskum ykkur velfarn-
aðar og væntum mikils af ykkur. Guð veri
með ykkur.
Brautskráning kandídata 1. mars 1986
Kceru kandídatar, góðir gestir og samstarfs-
tnenn!
Eg býð ykkur hjartanlega velkomin til
þessarar athafnar. í dag fögnum við merk-
um áfanga í lífi ykkar. A slíkum tímamót-
um er við hæfi að staldra við og líta til baka,
en síðan fram á veginn.
Hvers væntuð þið í upphafi náms við
Háskóla íslands? Hvernig var undirbún-
mgurinn undir háskólanámið, þessarar
erfiðu en skemmtilegu iðju sem krefst
skipulags, ástundunar og úthalds? Væri
ekki vel til fundið að þið létuð þá sem á eftir
koma njóta góðs af reynslu ykkar og kæm-
uð ábendingum og ráðleggingum áleiðis til
gamla skólans, til þess skóla sem veitti ykk-
ur veganestið og undirbúning undir há-
skólanámið?
Innan tíðar munt þú, kæri kandídat, eiga
barn í grunnskóla. Og þú vilt að þar verði
lagður traustur grunnur að löngum
menntaferli, sem raunar varir ævilangt.
Það er nauðsyn hverri þjóð að tryggja
gæði menntunar á öllum stigum, að gera
miklar kröfur í þessum efnum. Það er ekki
einkamál kennara, skólastjóra eða skóla-
yfirvalda hvernig til tekst. Gott mennta-
kerfi krefst mikils af kennurum. En það
krefst þess um leið að kennslustarfið verði
eftirsóknarvert, að þangað leiti úrval karla
og kvenna sem vilja helga sig þessu erfiða
og krefjandi starfi. Þú sem kjósandi, for-
eldri og væntanlegur skattgreiðandi hefur
tækifæri til að hafa mikil áhrif á þróun þess-
ara mála.
Þegar þú hefur lokið námi og öðlast
nokkra starfsreynslu og meiri yfirsýn, er
mikilvægt fyrir okkur kennara þína við Há-
skóla íslands að leita eftir ábendingum þín-
um, ráðum og gagnrýni. Háskóli íslands
þarf að efla tengsl við fyrrverandi nemend-
ur. Þeir geta í senn veitt mikilsverðan
stuðning og nauðsynlegt aðhald.
Háskólar berjast stöðugt við stöðnun í
heimi hraðfara breytinga. Þessi hætta vofir
yfir okkur, bæði menntastofnuninni og