Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Síða 20
18
Árbók Háskóla íslands
ir við verkkennslubyggingu verkfræði-
deildar hefjast á ný. Jafnframt er unnið að
undirbúningi að byggingu yfir lyfjafræði og
framleiðsludeild Reykjavíkur Apóteks,
sem er eitt af fyrirtækjum háskólans. Pá er
unnið að undirbúningi að viðbyggingu við
Háskólabíó, en þar eru fyrirhugaðir þrír
stórir fyrirlestrasalir, sem verða jafnframt
kvikmyndasalir að kveldi og ráðstefnusalir
utan kennslutíma á sumrin.
Húsnæðisvandinn er og verður á næstu
árum eitt erfiðasta vandamál háskólans.
Til að leysa bráðan vanda leitast mennta-
málaráðherra við að auðvelda háskólanum
kaup á hluta gamla Verslunarskólans sem
háskólinn mun nota næstu fimm árin eða
þar til nýju fyrirlestrasalirnir verða teknir í
notkun. Pá hefur Hjúkrunarskólinn verið
afhentur háskólanum, en þar verður
kennsla hjúkrunarfræðinámsbrautarinnar.
Húsnæðisþarfir háskólans eru miklar og
munu aukast enn, því frekari uppbygging á
kennslu- og rannsóknastarfsemi er aðkall-
andi. Pessi vandi verður ekki leystur nema
með verulegum fjárveitingum ríkisvaldsins
til byggingarframkvæmda eða með auknu
leiguhúsnæði bæði til kennslu og rann-
sókna.
Háskólar eru mótaðir af umhverfi sínu,
•en þeir móta einnig umhverfið, þ.e. þjóðfé-
lagið. Tillögur háskólans um rekstrarfjár-
veitingar 1987 leggja höfuðáherslu á eflingu
rannsókna, fjölgun á kennarastöðum og
eflingu Háskólabókasafns. Tillögur þessar
endurspegla megináherslur í mennta- og
vísindastefnu háskólans.
í menntastefnu háskólans er einkum
lögð áhersla á þrennt:
í fyrsta lagi að veita víðtæka og góða
undirstöðumenntun, að veita þekkingu og
þjálfun sambærilega við kröfur erlendra
háskóla.
I öðru lagi að efla samstarf við fram-
haldsskólana, að skilgreina betur þá undir-
stöðumenntun sem veita þarf nemendum í
framhaldsskólum til þess að þeim nýtist há-
skólakennslan.
í þriðja lagi er stefnt að eflingu menntun-
ar á öllum skólastigum og eflingu almenn-
ingsfræðslu með fjarkennslu og símenntun.
Menntastefna háskólans er sú að efla
bæði æðri menntun í landinu og þá undir-
stöðumenntun sem háskólakennslan og at-
vinnulíf landsmanna byggist á. I þeirri við-
leitni mun hann starfa með öðrum mennta-
stofnunum og styðja þær.
Vísindastefna háskólans leggur áherslu á
tvennt:
Stefnt er að aukinni og markvissari rann-
sóknastarfsemi. I þeim tilgangi er nauðsyn
að efla Rannsóknasjóð háskólans, en í
þann sjóð sækja kennarar um styrk til vel
skilgreindra verkefna og gera jafnframt
grein fyrir framvindu og niðurstöðum
rannsókna. Auka þarf bæði tíma og að-
stöðu til rannsókna svo unnt verði að virkja
sem flesta til aukinna afkasta. Háskólinn á
hér mikið óvirkjað afl.
Pá er stefnt að aukinni hagnýtingu þekk-
ingar og rannsókna. Verið er að setja á
stofn Rannsóknaþjónustu háskólans, en
hlutverk hennar verður að efla og auðvelda
rannsóknirí þágu atvinnulífsins. Markmið-
ið er að skapa tengsl milli þeirra sem leita
vilja ráða og þjónustu, annars vegar, og
sérfræðinga háskólans, sem veitt geta um-
beðna aðstoð, hins vegar. Tekjum af slík-
um þjónusturannsóknum verður einkum
varið til að efla aðstöðu til rannsókna og til
að efla Rannsóknasjóðinn.
Gefin verður út Rannsóknaskrá þar sem
rannsóknaverkefnin verða kynnt stuttlega,
en í Árbókum háskólans er að finna skrár
yfir ritstörf og vísindafyrirlestra kennara og
annarra sérfræðinga, auk greina um rann-
sóknir deilda ogstofnana á 3ja ára fresti. Er
þetta starf mun meira að vöxtum en ætla
mætti miðað við þær aðstæður sem fyrir
hendi eru nú við Háskóla íslands.
í heilan áratug hefur verið barist fyrir
framgangskerfi eða afkastahvetjandi