Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Qupperneq 21
Ræður rektors Háskóla íslands
19
launakerfi við Háskóla íslands til að hvetja
menn til frekari dáða og afkasta. Fram-
gangskerfið skapar möguleika á stöðu-
hækkun og launahækkun á grundvelli af-
kasta og ágætis í starfi. Agæti í háskóla-
starfi er margs konar, t.d. ágæti
vísindaverks, ágæti verks sem er nytsamt
fyrir þjóðfélagið, ágæti í kennslu og hvatn-
ingu nemenda o.s.frv.
Framgángskerfi þetta hefur verið byggt
upp í áföngum. Fyrst fékkst heimild til að
hækka lektor í stöðu dósents, og nú hefur
Alþingi samþykkt breytingar á háskólalög-
um þar sem háskólaráði er heimiluð hækk-
un á stöðu dósents í prófessorsembætti að
undangengnu mati dómnefndar á afköst-
um og ágæti umsækjanda. Breytingar á
reglugerð háskólans í samræmi við þetta
yoru nýlega samþykktar af menntamála-
ráðherra, og færum við Alþingi og ráð-
herra þakkir okkar.
I febrúar s.l. var gerð úttekt á íslenska
menntakerfinu af Efnahags- og framfara-
stofnuninni í París, OECD. Niðurstöður
°g ábendingar úttektarnefndarinnar voru
teknar til umræðu á fundi menntamála-
uefndar OECD í París 5. júní s.l. Ýmis
utriði varðandi stöðu háskólans voru rædd
sérstaklega, t.d. hvort hann dreifði ekki
kröftum sínum of mikið, hvort ekki væri
t'mabært að taka upp doktorsnám í tiltekn-
um greinum, hvort mikil stundakennsla
hitnaði ekki á gæðum kennslunnar, hvort
hátt brottfall frá námi á fyrsta ári væri
vegna of mikillar sérhæfingar í námi á
fyrsta ári og hvort ekki hentaði að byrja á
ursnámi í almennum undirstöðugreinum.
Svör mín voru á þá leið, að þegar sú
ákvörðun var tekin að flytja inn í landið
kennslu í verkfræði og raunvísindum árið
leiddi það til mikillar aukningar í um-
svifum og uppbyggingu sem ekki er lokið
enn. Þessi uppbygging var hafin til að mæta
auknum þörfum fyrir sérfræðiþekkingu og
fannsóknir í landinu. Háskóli íslands er
enn að glíma við uppbyggingu þessara og
annarra fræðigreina, sem ýmist voru fyrir
hendi eða hafa verið teknar upp síðar, og
vill háskólinn ekki dreifa kröftum sínum
frekar en nauðsyn krefur.
Doktorsnám teljum við aðeins tímabært
í örfáum greinum, t.d. í íslenskum fræðum
og jarðvísindum. Við erum enn að leitast
við að byggja upp nám til meistaraprófs í
þeim greinum sem aðeins kenna til BA-
eða BS-prófs. Við viljum flytja inn nýjustu
þekkingu og þjálfun með ungu fólki sem
leitað hefur doktorsnáms í bestu háskólum
erlendis.
Stundakennsla er enn of mikil og skortir
verulega kennarastöður. Vert er að geta
þess, að stundakennurum okkar má skipta
í fjóra flokka, en þeir eru: 1) Stúdentar sem
kenna með námi. 2) Sérfræðingar háskóla-
stofnana sem hafa rannsóknir að aðalstarfi.
3) Sérfræðingar sem starfa hjá stofnunum
og fyrirtækjum utan háskólans. í þessum
hópi eru m.a. læknar, verkfræðingar og
aðrir sérfræðingar sem skapa mikilvæg
tengsl við atvinnulífið í sinni fjölbreyttu
mynd. 4) Kennarar sem hafa stunda-
kennslu að aðalstarfi, en þetta er fámenn-
asti hópurinn.
Hið mikla brotthvarf frá námi á fyrsta ári
er vandamál. En hversu stórt er það í raun
og hvers eðlis er það? Við höfum ekki svör-
in, en við leitum þeirra nú. Á fundi OECD
gat ég þess, að stór hluti nýútskrifaðra
stúdenta innritaði sig í Háskóla íslands án
þess að hafa gert upp hug sinn í raun hvort
þeir ætluðu að stunda þar nám, fara utan til
náms eða fá sér vinnu eða vinna með námi.
Þetta er auðveldur og ódýr kostur, enda
njóta háskólastúdentar vissra skattfríðinda
vegna kostnaðar af námi. Hér hafa margir
haft miklar áhyggjur af þessum vanda, en
við þekkjum í raun ekki eðli vandans né
stærð.
Þcirri ábendingu OECD-sérfræðing-
anna að hefja háskólanám hér á almennu
undirbúningsnámi og lengja þannig há-