Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Síða 22
20
Árbók Háskóla íslands
skólanámið um eitt ár svaraði ég á þann
veg, að sú leið yrði ekki farin. íslenskir
stúdentar eru einu til tveimur árum eldri í
upphafi háskólanáms en tíðkast erlendis.
Hér er það hlutverk framhaldsskólanna að
veita þessa almennu undirbúningsmennt-
un, og háskólinn á að styrkja framhalds-
skólana í þessu starfi þeirra en ekki á að
flytja aðfararnámið í háskólann. Viðbótar-
námsár mundi einnig þýða allt að 1800
stúdenta til viðbótar, og er ekki fyrirlestr-
arrými fyrir slíkan fjölda, enda húsnæðis-
skortur mikill nú þegar. Hefði slíkt einnig
mikinn kostnað í för með sér fyrir háskól-
ann og fyrir stúdenta utan af landi sem
væru ári lengur í háskólanámi.
Nauðsyn er hins vegar að byggja upp
stutt og hagnýtt nám á háskólastigi sem
væri eðlilegt framhald verkmenntaskóla og
fjölbrautaskóla. Slíkt stutt og hagnýtt
starfsnám getur hentað mörgum stúdent-
um betur en lengra og fræðilegra nám í
Háskóla Islands. Einnig er unnt að aðlaga
slíkt nám betur þörfum atvinnulífsins á
hverjum tíma. Þá er og brýnt að efla endur-
menntun og almenningsfræðslu, en hér
getur einmitt fjarkennsla og fjölmiðlatækni
komið að góðu liði.
Viðbrögð fulltrúa aðildarríkja OECD
við þessum svörum voru á þá lund að Is-
lendingar stæðu skynsamlega að verki, að
uppbygging háskóla yrði að vera í áföngum
og tryggja yrði alþjóðleg tengsl og viðmið-
un.
Hver þjóð verður að móta eigin háskóla
eftir aðstæðum og sérþörfum, en mæta
samt alþjóðlegum kröfum sem gera verður
til kennara og nemenda. Pað er svo stjórn-
valda að skapa viðunandi grundvöll fyrir
starfsemina á hverjum tíma.
Menntun og þekkingaröflun verður æ
mikilvægari grunnur bættra lífskjara og
auðugs menningarlífs. Mönnum verður
tíðrætt um menningu, en það vill oft gleym-
ast að menning er víðtækt hugtak. Menn-
ingin er ekki aðeins bókmenntir, tungur og
listir. Menningin er margþætt og innifelur
einnig samfélagsgerð, trúarbrögð, vísindi
og verktækni. Það er einmitt verktæknin
sem er sterkasta uppistaðan í menningu
hverrar þjóðar. Þróun verkmenningar hef-
ur í raun ráðið menningarstigi þjóða á liðn-
um öldum og gerir enn.
Háskóli íslands er þannig fjölþættasta
menningarmiðstöð þjóðarinnar þar sem
leitast er við að afla þekkingar á sviði hug-
vísinda og raunvísinda og miðla þeirri
þekkingu til aukinnar farsældar og hag-
sældar þjóðarinnar.
Kœru kcmdídatar!
í dag fáið þið formlega staðfestingu á því
að hafa náð mikilsverðum áfanga í lífi ykk-
ar er þið takið við prófskírteini úr hendi
deildarforseta. Háskóli íslands óskar ykk-
ur og fjölskyldum ykkar til hamingju með
þennan árangur.
Háskólaprófið er staðfesting á því að þið
hafið aflað ykkur tiltekinnar þekkingar og
færni í fræðigreininni, prófgráðan opnar
ýmsar dyr. Sumir hyggja á framhaldsnám,
aðrir fara á vinnumarkaðinn. Hvort sem
þið farið til frekara háskólanáms eða til
starfa í atvinnulífinu þá bíður ykkar mikið
nám í lífsins skóla þar sem krafist verður
símenntunar og aðlögunar að örum breyt-
ingum.
Kœri kandídat! Þú munt oft líta um öxl til
Háskóla Islands og minnast veru þinnar
hér, stundum með þakklæti, en oft með
gremju og ásökun fyrir að hafa ekki búið
þig betur undir lífið.
Háskólar verða ætíð gagnrýndir, oft með
réttu en stundum af óraunsæi. Prófessor
Cyril Houle við Chicago-háskóla rannsak-
aði viðhorf kandídata til eigin háskóla, og
kom þá í ljós að kvartanir kandídata voru
þær sömu hver sem námsgreinin var eða
háskólinn.
Á fyrstu 5 árum eftir að námi lauk var
kvörtun kandídata sú að þeir hefðu átt að