Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Side 27
Ræður rektors Háskóla íslands
25
Háskólaprófið er þó aðeins áfangapróf,
því framundan er símenntun ykkar. Það
krefst árvekni að viðhalda þeirri hæfni sem
þið hafið aflað, því framfarir eru örar og
kröfur um aukna þekkingu vaxa hratt á
flestum sviðum.
Nú er hafin ný öld, öld þekkingariðnað-
ar, upplýsingatækni og hátækni ýmiss kon-
ar. Þessi nýja öld skapar okkar fámennu
þjóð tækifæri, því nú mun reyna meira á
andlegt atgervi og mannkostir munu njóta
sín betur en mannmergð.
Við gerum orð skáldsins Einars Bene-
diktssonar að okkar er hann segir í ljóðinu
Vœringjar:
Vort land er i dögun af annarri öld.
Nú rís elding þess tíma sem fáliðann virðir.
Vor þjóð skal ei vinna með vopnanna fjöld,
en með víkingum andans um staði
og hirðir.
Já, þið munuð vinna með víkingum and-
ans og væðast þekkingu að vopni. Þið mun-
uð beita nýjustu tækni og vísindum í lífsbar-
áttunni, baráttu okkar fámennu þjóðar
fyrir tilveru sinni og sjálfstæði.
Nú fara alþingiskosningar í hönd, og
kosningabaráttan hefst innan tíðar. Við
munurn öll fylgjast náið með frambjóðend-
um okkar og málflutningi þeirra. Stjórnmál
eru mál okkar allra. Það er engin dyggð að
hafa ekki áhuga á stjórnmálum því á þeim
vettvangi ráðast örlög okkar. Við munum
vega og meta málefnin, — fyrirheitin og
efndirnar. Dæmum menn af verkum þeirra
en ekki loforðum einum. Við verðum sjálf
dæmd af eigin verkum, hvort heldur er á
vinnustað eða þjóðmálavettvangi. Oft vill
brenna við þegar tilteknar aðgerðir eða
framkvæmdir hafa mistekist og allt er kom-
ið í óefni að menn yppta öxlum og segja:
"Jú, þetta var stjórnmálaleg ákvörðun."
Og þá á það að vera afsökun fyrir óskyn-
samlegri ráðsályktun.
Ef til vill verður þú, kæri kandídat, virk-
ur á vettvangi stjórnmála, á sviði landsmála
eða sveitarstjórnarmála. Gleymdu þá ekki
sem stjórnmálamaður grundvallaratriðum
farsælla vinnubragða. Þú verður að skil-
greina skilmerkilega stefnu þína og mark-
mið, hvað þú vilt gera, hvers vegna það er
mikilvægt, hvernig þú vilt vinna verkið og
hvað það kostar. Notaðu þekkingu þína og
annarra, notfærðu þér greiðan aðgang að
sérfræðiaðstoð á rannsóknastofnunum.
Mörg kostnaðarsöm mistök hefði mátt
forðast ef betur hefði verið að verki staðið.
Við íslendingar erum duglegir og af-
kastamiklir, fljótir að læra og tileinka okk-
ur tækninýjungar. En veikleiki okkar er
óvandvirkni. Okkur skortir öguð vinnu-
brögð, en öguð vinnubrögð og sjálfsagi eru
mikilvægt veganesti út í harðan skóla lífsins
þar sem glíma verður við fjölbreytt og oft
erfið viðfangsefni.
Við verðum að halda vöku okkar nú á
tímum hraðfara breytinga í tækni og at-
vinnuháttum sem gera kröfur um aukna
menntun, þekkingu og þjálfun. Við sjáum
fyrir okkur annars vegar hraðbraut þekk-
ingarþjóðfélaga og hins vegar malarveg
þróunarlanda. Hvora fyrirmyndina veljum
við?
Ég kveð ykkur með orðum skáldsins frá
Fagraskógi:
Gakk þú heill að hollu verki.
heimta allt af sjálfum þér.
Vaxa skal sá viljasterki,
visna hinn, sem hlífir sér.
Gyrð þig mætti orðs og anda,
efldu miskunn þinna handa,
veit þeim hrjáðu vörn og líkn.
Aldrei skyldi löggjöf landa
lúta valdafíkn.
Við óskum ykkur farsældar í framtíð-
inni, við óskum ykkur heilla og hamingju.
Ykkar hamingja er einnig okkar, því við
erum ein fjölskylda. Guð veri með ykkur.