Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Blaðsíða 28
26
Árbók Háskóla íslands
Háskólahátíð 27. júní1987
Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir,
menntamálaráðherra, Sverrir Hermanns-
son, og frú Gréta Kristjánsdóttir, kœru
kandídatar og gestir, ágœtu samstarfsmenn!
Ég býð ykkur hjartanlega velkomin á
þessa hátíð, er við lítum til helstu viðburða
þessa háskólaárs, sem senn er liðið, og af-
hendum kandídötum prófskírteini.
Á þessu háskólaári voru skráðir til náms
4428 stúdentar. Þar af voru nýinnritaðir
1908, en útskrifaðir verða alls 529 kand-
ídatar.
Þetta árið hefur verið Háskóla íslands
giftudrjúgt. Starfið hefur verið þróttmikið,
og er unnið að mörgum erfiðum verkefnum
á sviði kennslu og rannsókna, þjónustu og
stjórnsýslu.
Við lítum björtum augum til framtíðar-
innar og munum efla starfsemina á ýmsa
lund, ekki síst með nýrri tekjulind: Tekjur
af Happdrætti Háskóla íslands fjármagna
allar byggingarframkvæmdir háskólans svo
og tækjakaup og viðhald húsa að mestu
leyti. Á þessu ári var bætt við nýrri tegund
af happdrætti, þ.e. skyndihappdrætti,
svokallaðri „happaþrennu". Happaþrenn-
an mun reynast háskólanum happasæl, því
salan reyndist strax meiri en spáð var og
tekjur háskólans því meiri en ráð var fyrir
gert. Fari svo sem horfir mun happaþrenn-
an gera okkur kleift að byggja upp og bæta
starfsaðstöðuna hraðar en áætlað var.
Kunnum við landsmönnum hinar bestu
þakkir fyrir þessar ágætu viðtökur. Getum
við þannig tekið hús verkfræði- og raunvís-
indadeilda í notkun nú í september, hálfu
ári fyrr en ráðgert var. Jafnframt getum við
haldið fullum framkvæmdahraða við inn-
réttingu á húsi læknadeildar.
Á liðnu hausti fagnaði Háskóli íslands 75
ára afmæli með samkomu hér í Háskóla-
bíói, 4. október, og með margvíslegri
kynningu á sögu háskólans og starfi, bæði í
biöðum og sjónvarpi, svo og með Opnu
húsi. Gefin var út Byggingarsaga háskólans
fram til 1940, og hafinn er undirbúningur
að útgáfu byggingarsögu frá 1940 fram til
1990. Tímarit Háskóla Islands hóf göngu
sína á árinu, en því er ætlað að kynna starf-
semi háskólans svo og vísindi og listir al-
mennt. Rannsóknaskrá háskólans kom út á
liðnu hausti, en þar voru einstök rann-
sóknaverkefni kynnt. Sýndar voru tvær
myndir í sjónvarpi um Háskóla Islands,
önnur fjallaði um sögu háskólans fram til
1940, hin myndin fjallaði um starfsemi há-
skólans nú á tímum. Þessi viðamikla kynn-
ing tókst vel og hefur aukið jákvæða um-
fjöllun og velvilja landsmanna í garð há-
skólans.
Merkasta afmælisgjöfin sem háskólinn
fékk var fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að
fjórfalda fjárveitingar í Rannsóknasjóð há-
skólans úr 5 milljónum króna 1986 í 20 mill-
jónir króna á næstu fjórum árum, og veitt
var aukafjárveiting að upphæð 3 milljónir
króna. Þakka ég menntamálaráðherra,
Sverri Hermannssyni, vasklega framgöngu
í þessu máli og ágætt samstarf. Jafnframt
gaf Reykjavíkurborg 7,5 milljónir króna og
Rannsóknaráð ríkisins 8 milljónir króna til
þess að byggja líftæknihús á Keldnaholti
sem verður eign háskólans. Vil ég færa
borgarstjóra og framkvæmdastjóra Rann-
sóknaráðs sérstakar þakkir fyrir stuðning
þeirra.
Menntastefna háskólans er margþætt og
er einn þátturinn sá að styrkja undirstöðu-
menntun fyrir háskólanám. Háskóli Is-
lands mun næsta haust gefa út leiðbeining-
ar fyrir framhaldsskólana og nemendur
þeirra. Háskóladeildir hafa nú þegar skil-
greint þær kröfur um undirstöðumenntun