Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Page 29
Ræður rektors Háskóla íslands
27
sem nemendur þurfa að uppfylla til þess að
þeim nýtist háskólanámið. Stefnt er að
frekari kynningu á háskólanáminu sjálfu,
bæði tilhögun náms og jafnframt því, hvers
konar starfstækifæri bjóðast að námi
loknu.
Eitt af nýmælum í háskólanum er virkt
framgangskerfi fyrir alla háskólakennara.
Nú er unnt að veita stöðuhækkun og launa-
viðbót á grundvelli verðleika og afkasta í
starfi. Hæfnikröfur til kennara og viðmið-
unarreglur eða leiðbeiningar fyrir dóm-
nefndir hafa verið skilgreindar af háskóla-
deildum. Geta lektorar vænst hækkunar í
stöðu dósents og dósentar nú hækkað í
prófessorsembætti að undangengnu mati
dómnefndar og að uppfylltum hæfnikröf-
um viðkomandi deildar. Slíkt framgangs-
kerfi mun verða mikilvægur hvati til kröft-
ugri dáða í starfi þegar menn fá umbun fyrir
aukið framlag og frumkvæði, einkum í
kennslu og rannsóknum.
Skilningur á mikilvægu starfi háskólans
vex úti í þjóðfélaginu og þá einnig stuðn-
ingur við hann. Þessi aukni skilningur kem-
ur fram í ýmsum myndum, bæði frá sam-
tökum, fyrirtækjum og einstaklingum.
Mikilsvert er fulltingi Reykjavíkurborgar,
en bæði borgarstjóri og borgarstjórn hafa
sýnt mikinn áhuga á að efla háskólann og
samstarf við hann. Er þeim ljóst mikilvægi
háskólans fyrir Reykjavíkurborg og landið
allt. Stuðningur Reykjavíkurborgar við
byggingu tveggja tæknigarða, Líftækni-
hússins á Keldnaholti fyrir starfsemi á sviði
h'ftækni og efnaiðnaðar og Tæknigarðs í
nágrenni Raunvísindastofnunar fyrir raf-
einda-, tölvu- og upplýsingatækni, mun
vafalítið hraða þróun og hagnýtingu þekk-
•ngar á þessum sviðum í landinu.
Líftæknihúsið verður reist fyrir afmælis-
gjafir Reykjavíkurborgar og Rannsókna-
fáðs ríkisins, eins og áður vargetið. Verður
húsið eign Háskóla íslands, en aðstaðan
síðan leigð út bæði stofnunum og fyrirtækj-
um til rannsókna og þróunarstarfa. Tækni-
garðurinn verður byggður í samvinnu
Reykjavíkurborgar, Þróunarfélags ís-
lands, Félags íslenskra iðnrekenda, Tækni-
þróunar h.f. og Háskóla íslands. Verður
aðstaðan leigð á sama hátt til rannsókna og
þróunarstarfa, og mun Háskóli íslands
eignast þetta húsnæði á 20 árum. Aætlaður
byggingarkostnaður er 70 milljónir króna.
Þessi þróun ber vitni vaxandi skilningi
forsvarsmanna sveitarfélaga og fyrirtækja á
mikilvægi og möguleikum rannsókna og
þróunarverkefna.
Vaxandi skilningur og stuðningur kemur
einnig úr öðrum áttum, frá einstaklingum
og velunnurum háskólans. Háskólinn er
ætíð opinn öllum þeim sem vilja veita hon-
um stuðning eða þiggja þjónustu hans.
Um þessar mundir eru háskólar undir
smásjá. Miklar kröfur eru gerðar til þeirra
og er grannt skoðað hvernig þeir uppfylla
þessar kröfur.
Hugtakið „háskóli" hefur tekið breyt-
ingum á síðustu áratugum, einkum þegar
rætt er urn skóla á háskólastigi án þess þó
að átt sé við háskóla í hefðbundnum skiln-
ingi. I hefðbundnum háskóla eða Univers-
itas er hlutverkið tvíþætt: Annars vegar að
stunda vísindalegar rannsóknir og þjálfa
nemendur til vísindastarfa, hins vegar að
mennta nemendur og þjálfa til ákveðinna
embætta og starfa. Meginhlutverk háskóla
hafa verið óbreytt um aldir, en þau hlut-
verk eru varðveisla, öflun og miðlun þekk-
ingar. Hlutverk háskóla eru jafnframt
varðveisla menningararfs liðinna kyn-
slóða, að varðveita það besta sem hefur
verið hugsað og skrifað, svo og að miðla
nemendum stöðugt af nýjum menningar-
og menntastraumum.
Á síðustu áratugum hafa sprottið upp
aðrar tegundir háskóla eða skóla á háskóla-
stigi sem leggja megináherslu á kennslu og
verkþjálfun en litla eða enga áherslu á vís-
indalegar rannsóknir. Slíkir skólar eru