Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Page 30
28
Árbók Háskóla íslands
einkum sérskólar ýmiss konar og starfs-
þjálfunarskólar, t.d. kennaraskólar, tækni-
skólar og listaskólar. Aðsókn að slíkum
skólum vex hröðum skrefum víða í Evrópu
og Bandaríkjunum.
Þessi þróun er þegar hafin hér á landi, og
mun slíkum skólum fjölga á næstu árum.
Háskóli Islands mun starfa með slíkum
skólum og styðja þá í þeirri viðleitni að efla
menntun í landinu. Viðhorf nemenda víða
um lönd eru þau að sækja meira í starfs-
nám; þeir vilja í auknum mæli móta nám
sitt sjálfir og velja námskeiðin í samræmi
við eftirspurn á vinnumarkaði.
Háskólar á Vesturlöndum (og þá er ekki
átt við sérskólana) verða fyrir áþekkri
gagnrýni, og er forvitnilegt að gefa henni
gaum. Hún er einkum eftirfarandi:
1) Háskólar leggja of mikla áherslu á
menntun og þjálfun háskólakennara og
vísindamanna.
2) Framhaldsnám og verkefni nemenda
eru um of tengd þörfum háskólakenn-
ara sjálfra.
3) Háskólar leggja of litla áherslu á að
þjálfa framkvæmdamenn og athafna-
menn sem þora að taka áhættu.
4) Háskólar eru of íhaldssamir, þeim er
illa stjórnað og þeir eru ekki fallnir til að
mæta þörfum þjóðarinnar.
Hafa ber í huga að stjórnun háskóla er
verulega frábrugðin stjórnun fyrirtækja.
Stjórnun háskóla einkennist af veikri mið-
stýringu og valddreifingu til háskóladeilda
svo og af frumkvæði háskóladeilda. Sumt
af þessari gagnrýni þekkjum við einnig hér
við Háskóla íslands.
Vandamál háskóla eru einnig víðast hvar
þau sömu, en þau eru einkum þessi:
1) Takmörkuð geta þjóðfélagsins til að
veita nægilegt fé til háskóla svo þeir geti
uppfyllt kröfur um kennslu, rannsóknir
og þjónustu.
2) Takmörkuð geta háskóla til að mæta
akademískum kröfum.
3) Aukinn þrýstingur á háskóla til að mæta
skammtímaþörfum þjóðarinnar þegar
meginmarkmiðin taka mið af langtíma-
þörfum.
4) Barátta við stöðnun, því þörf fyrir fag-
lega endurhæfingu og símenntun vex
ört.
5) Vægi kennslu, rannsókna og þjónustu.
Hagnýt sjónarmið mega ekki skaða
undirstöðurannsóknir eða þær greinar
sem eru síður hagnýtar.
Ýmsir óttast hagsmunaárekstra, óttast
að hagnýtar rannsóknir vaxi á kostnað und-
irstöðurannsókna, sem eru eitt af megin-
verkefnum háskóla. Ekki tel ég ástæðu til
að óttast slíka þróun við Háskóla íslands
þar sem meginviðfangsefnin eru undir-
stöðurannsóknir. Við lifum í þekkingar-
þyrstum heimi þar sem þekking og færni
eru í vaxandi mæli verslunarvara. Við leit-
um fjárstuðnings hjá stjórnvöldum, sem
leitast einnig við að styrkja atvinnulíf og
efnahag landsmanna. Það er því eðlilegt að
við reynum að miðla öðrum af þeirri þekk-
ingu sem við höfum aflað, að háskólinn
sluðli að hagnýtingu þekkingar í landinu
eftir því sem kostur er. Eftir sem áður hafa
háskólakennarar rannsóknafrelsi og velja
sjálfir þau viðfangsefni sem þeir glíma við.
Vísindamenn okkar vinna að verkefnum
sem þeir sjálfir telja mikils virði. Þeir vilja
veita öðrum hlutdeild í afrakstrinum, gefa
öðrum kost á að njóta árangursins og nýta
niðurstöðurnar. Það er hins vegar nýtt við-
horf að þeir sem vilja nýta slíkar rann-
sóknaniðurstöður í atvinnuskyni verða að
greiða fyrir slík not. Með þessum hætti vilj-
um við afla fjár til frekari rannsókna.
A 75 ára ferli hefur Háskóli Islands eflst
úr tiltölulega fábreyttum embættismanna-
skóla í fjölhæfa mennta- og vísindastofnun.
Uppbyggingin hefur orðið í áföngum og er
nú tímabært að endurskoða stefnu háskól-