Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Page 33
3
75 ára afmælishátíð Háskóla íslands
Hátíðarsamkoma 4. október 1986
Hátíðarsamkoma vegna 75 ára afmælis
háskólans var haldin í Samkomuhúsi há-
skólans (Háskólabíói) laugardaginn 4.
október 1986 að viðstöddum forseta ís-
lands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, ríkis-
stjórn Islands, fulltrúum erlendra ríkja, al-
þingismönnum og öðrum gestum, auk
kennara og sérfræðinga háskólans, stjórn-
sýslumanna og nemenda.
Samkoman hófst með því að Páll Sig-
urðsson dósent, framkvæmdastjóri afmæl-
^shátíðar, bauð gesti velkomna, en síðan
lék Sinfóníuhljómsveit íslands Akademísk-
an forleik eftir Johannes Brahms. Stjórn-
andi var Páll P. Pálsson.
Þar næst flutti forseti íslands, frú Vigdís
Finnbogadóttir, eftirfarandi ávarp:
Virðulegit hátíðargestir!
Mikill var metnaður þeirrar þjóðar og
þeirra þjóðarleiðtoga sem árið 1911 stofn-
uöu háskóla á íslandi. Metnaður segi ég
Vegna þess hve sterkur sá tónn var einmitt í
umræðum manna þá, að það væri metnað-
srmál hverri sjálfstæðri þjóð að eiga sér
háskóla — jafnvel sjálf frumforsenda þess
3ö lítil eyþjóð gæti orðið sjálfstæð.
Háskóli — universitas. Erlenda orðið
felur í sér upprunamerkingu sem skiptir
miklu máli. Pað vísar til þess að fengist sé
við einn heim, eina heild, felur í sér heild-
arsýn á veröldina sem umgerð mennskrar
hlveru. Heimurinn er einn, maðurinn er
hluti hans.
Háskóli íslands átti að vera „universit-
as“, samkeppnisfært við hvern þann há-
skóla sem vildi. En hann hlaut vissulega að
lenda í nokkurri mótsögn við heildarhug-
myndina — einmitt vegna þess að inn í
hann voru felldir embættismannaskólar
sem starfað höfðu sjálfstætt. Með stofnun
háskólans var stigið stórt hugmyndafræði-
legt skref í þá átt að viðurkenna og leggja
áherslu á að allar menntagreinar embættis-
mannaskólanna væru hluti af einni heild.
Eins og embættismannaskólarnir höfðu
verið undirbúningur til afmarkaðra starfa,
læknisþjónustu, sálusorgunar, lögvísi,
þannig litu menn einnig á morgni aldarinn-
ar á skólagöngu sem undirbúning að lífinu:
Non scholae sed vitae discimus — við lær-
um ekki fyrir skólann heldur fyrir lífið —
var forn hugmynd. Hún tengdist líka við-
horfi manna til þekkingarinnar, viðhorfi
sem gerði ráð fyrir að fundinn yrði endan-
legur sannleiki, að einn daginn ættum við
yfir allri þekkingu að ráða sem hugsanleg
væri.
Með áratugunum sem færst hafa yfir Há-
skóla íslands hefur þetta viðhorf breyst í
grundvallaratriðum. Með hverjum nýjum
áratug, næstum með hverju nýju ári, hefur
viðhorf okkar til þekkingarinnar verið að
breytast, uns nú er svo komið að okkur ætti
öllum að vera fullljóst að þekking og
menntun geta aldrei orðið afmarkanlegar.
Þær verða að vera hluti af ferli sem aldrei
tekur enda, því staðni ferlið verður þekk-
ingin að trúarsetningu en hættir að vera
lifandi.