Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Page 34
32
Árbók Háskóla íslands
Þessar viðhorfsbreytingar hafa leitt til
þess að fleiri og fleiri líta nú á skólann — og
þá háskólann öðru fremur — sem hluta
lífsins, ekki afmarkaðan undirbúning lífs-
ins. Hugtök eins og símenntun og endur-
menntun heyrast oftar og oftar. Og um leið
hljótum við að gera nýjar og nýjar kröfur til
háskóla okkar — um leið hlýtur háskóli
okkar að gera nýjar og nýjar kröfur til sjálfs
sín.
Eins og sjálfstæðisbaráttumenn þjóðar-
innar árið 1911 litu svo á að háskóli væri
forsenda sjálfstæðis, þannig hljótum við
líka að líta á háskóla okkar sem einn mikil-
vægasta þáttinn í íslenskri menningu nú-
tímans. Þeirri menningu sem veitir okkur
siðferðilegan rétt til að krefjast sætis meðal
þjóðanna, þeirri menningu sem er forsenda
sjálfsvirðingar okkar og þar með undir-
staða þeirrar virðingar sem við getum
vænst þess að aðrar þjóðir beri fyrir okkur.
Þetta leggur háskóla okkar þrefaldar skyld-
ur á herðar.
í fyrsta lagi nefni ég þá skyldu að standa í
eilífum samræðum, sífelldum „díalóg" og
stöðugum samanburði við það sem best
gerist og menningarlegast í öðrum háskól-
um heimsins. Alveg eins og virðing ein-
staklingsins skapast af þeirri virðingu sem
hann ber fyrir sjálfum sér og þeirri virðingu
sem aðrir bera fyrir honum, þannig stendur
líka virðing háskóla okkar í beinu hlutfalli
við sjálfsvirðingu og sjálfsmetnað hans og
þá virðingu sem hann getur krafist af er-
lendum háskólum. Samkeppni hefur hann
litla sem enga innanlands, hann er eini há-
skóli okkar og verður því að standast sam-
anburðinn við hvaða erlendan háskóla sem
vera skal. Hvarvetna meðal siðaðra þjóða
njóta háskólar virðingar, því meiri virðing-
ar sem þeir gefa sterkari mynd af sjálfum
sér og menningu þeirrar þjóðar sem að baki
stendur. Háskóli íslands verður að vera
kyndill sem varpar Ijósi sínu í tvær áttir: inn
á við til þjóðarinnar og út á við, þannig að
öðrum þjóðum verði sýnilegur mennta-
bjarminn.
í öðru lagi nefni ég þá skyldu að sjá til
þess að vísindagreinar einangrist ekki, að
háskólinn klofni ekki í þá embættismanna-
skóla sem hann reis á rústum þeirra. Þetta
gerir þá kröfu til hans að hann tryggi sí-
felldar samræður og skoðanaskipti, mennt-
andi „díalóg“ milli þeirra kennara og nem-
enda sem ólíkar vísindagreinar stunda. Að
hann verði raunverulegt universitas, stofn-
unin sem leiðir alla þræði að einu kefli.
Sérstaka áherslu hljótum við að leggja á
þessar samræður einmitt á tímum sérfræði-
þekkingarinnar, tímum þegar tæknihyggja
virðist stundum muni bera ofurliði þá virð-
ingu fyrir manninum og mannsandanum
sem okkur er öllum nauðsynleg til lífs. Því-
líkar samræður eru öllum nauðsyn, því í
lifandi samskiptum við annað fólk öðlumst
við þroska og menntun. Þannig verður
einnig háskóli okkar að þroskast og nærast.
í þriðja lagi leggjum við þá skyldu á herð-
ar háskóla okkar að hann standi í stöðugum
samskiptum við þjóðina. Að aldrei rofni
sambandið milli þess sem sannast er í þjóð-
armenningu og atvinnuháttum og hins sem
mikilvægast er í þekkingar- og menntunar-
leit tímanna. Háskólinn verður að vera sá
ljósgjafi sem nærist af menningu þjóðarinn-
ar en miðlar líka hverjum einasta manni af
menntun og menningu heimsins. Hann
verður að vera spegilmynd hinnar mennt-
uðu íslensku þjóðar, hugar hennar og
handa, og hún spegilmynd hans. Þá munu
aðrar þjóðir líta upp til okkar ekki síður en
við til þeirra. Þá munum við njóta virðingar
í samfélagi heimsins.
Þetta eru miklar kröfur — og því aðeins
hefur íslensk þjóð rétt til að gera kröfur til
háskóla síns að hún geri líka kröfur til
sjálfrar sín. Því kröfurnar til háskólans
leggja þjóðinni þungar skyldur á herðar.
Hún verður að leggja allan metnað sinn í að
efla og rækta þá vísinda- og menntunar-
stofnun sem leggja á grunninn að menntun