Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Qupperneq 38
36
Árbók Háskóla íslands
lega afsökun stjórnvalda var féleysi, en sú
afsökun verður lítils virði að mati Guðna
Jónssonar þegar þess er gætt að þetta tíma-
bil var að öðru leyti samfellt framfaraskeið
á flestum sviðum. Með stofnun Happdrætt-
is háskólans verða þáttaskil í sögu háskól-
ans og hefst þá nýtt framfaratímabil. Árið
1933 hóf þáverandi háskólarektor, Alex-
ander Jóhannesson prófessor, baráttu fyrir
þeirri hugmynd að fá Alþingi til að veita
háskólanum einkaleyfi til að reka peninga-
happdrætti hér á landi í því skyni að afla
fjár til háskólabyggingar. Háskólaráð kaus
prófessorana Magnús Jónsson og Sigurð
Nordal til að vinna að málinu með rektor
og hlaut málið almennt fylgi meðal þing-
manna. Voru lög um stofnun happdrættis
afgreidd á Alþingi og fengu þau konungs-
staðfestingu sama ár, þ.e. 1933. Var
einkaleyfið veitt frá 1. jan. 1934 og var til-
greint að ágóðanum skyldi varið til þess að
reisa hús handa háskólanum, en honum var
gert að greiða í ríkissjóð 20% af nettóarði í
einkaleyfisgjald.
Happdrætti háskólans var aflgjafi fyrir
þróttlítinn háskóla. Athyglisvert er að
fyrsta húsið, sem reist var fyrir happdrætt-
isfé, var Atvinnudeild háskólans. Vorið
1936 var byrjað á byggingunni, og var hún
tekin í notkun í september 1937. En veitum
athygli orðum þáverandi háskólarektors,
Níelsar Dungals, af þessu tilefni: „At-
vinnudeildin er fyrsta stofnunin, sem hér á
landi er byggð fyrir háskólans fé. Það er
góðs viti að fyrsta húsið, sem þessi litli há-
skóli okkar reisir, skuli vera vísindaleg
vinnustofnun, ætluð til að bæta framleiðslu
og afkomu landsmanna, og ég vonast til að
hún eigi eftir að verða háskólanum til sóma
og þjóðinni til mikils gagns.“
Þessi von varð að veruleika. Atvinnu-
deildin dafnaði og varð undanfari rann-
sóknastofnana atvinnuveganna, sem hafa
átt drjúgan þátt í örri atvinnuþróun á liðn-
um árum.
Framkvæmdir við háskólabygginguna
hófust 1936 og var hún vígð 17. júní 1940.
Hönnuður var húsameistari ríkisins, Guð-
jón Samúelsson. Með tilkomu háskóla-
byggingar og bættri starfsaðstöðu hefst ör
vöxtur í háskólastarfinu. Verkfræðideild
var sett á laggirnar með skjótum hætti 1940
eftir að síðari heimsstyrjöldin skall á og
torvelt var fyrir íslenska stúdenta að hefja
háskólanám erlendis. Leið aðeins ein og
hálf vika frá þeirri ákvörðun Verkfræð-
ingafélags íslands 10. október 1940 að að-
stoða Háskóla íslands við að undirbúa og
koma á fót kennslu í verkfræði þar til
kennsla hófst 19. október. Forstöðumaður
kennslunnar var kosinn Finnbogi R. Þor-
valdsson. Fyrstu prófessorar verkfræði-
deildar voru Finnbogi R. Þorvaldsson,
Leifur Ásgeirsson og Trausti Einarsson,
skipaðir frá 1. júlí 1945.
Saga viðskiptadeildar hefst í lagadeild
1941, en upphafið má rekja til Viðskiptahá-
skóla íslands, sem stofnaður var 1938. Var
Viðskiptaháskólinn innlimaður í lagadeild
háskólans, sem nefndist eftir það laga- og
hagfræðisdeild en síðar laga- og viðskipta-
deild. Fyrsti fastráðni kennarinn í við-
skiptafræðum var Gylfi Þ. Gíslason, skip-
aður dósent 1941, en Ólafur Björnsson var
settur dósent 1942.
Á næstu árum vex einnig kennslufram-
boð í heimspekideild með tilkomu B.A.-
prófs í fjölmörgum greinum fyrir væntan-
lega kennara. Kennsla í tannlækningum
hófst 1945 í læknadeild, en tannlæknadeild
er stofnuð 1972, og námsbraut í lyfjafræði
til fyrri hluta prófs er sett á laggirnar í
læknadeild 1957.
Annað meiriháttar vaxtarskeið verður
eftir 1969 þegar uppbygging verkfræði- og
raunvísindadeildar hefst. Er þá verkfræði-
námið flutt inn í landið svo og kennsla til
B.S.-prófs í raunvísindum. Nemendafjöld-
inn tvöfaldast frá 1969 til 1975, kennara-
fjöldinn vex hratt, en aðstaða til kennslu og
rannsókna vex ekki að sama skapi. Á síð-
ustu 10 árum hefur starfsemin aukist enn