Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Side 42
40
Árbók Háskóla íslands
arstigum, og er aðkallandi að gera þetta
verkkennslu- og rannsóknahúsnæði not-
hæft. Þörf er fyrir stærri fyrirlestrarsali, því
að stórum hópum nemenda verður að
kenna í óhentugu leiguhúsnæði úti í bæ.
Eigið húsnæði háskólans er nýtt að fullu, er
t.d. farið að kenna hér í Háskólabíói. Við
treystum því að fá fjárveitingar til að ljúka
húsi læknadeildar, sem staðið hefur autt og
óinnréttað um árabil.
Erfiðasta vandamál háskólans er þó
launamál kennara. Háskólinn er ekki sam-
keppnisfær um menn, og eru margir hæfir
menn ekki lengur fáanlegir til að sækja um
lausar stöður. Vandamálið verður alvar-
legra þegar fáliðaðar námsbrautir missa
meirihluta kennara. Sem dæmi má nefna
að tveir af þremur kennurum háskólans í
matvælafræði hafa nýlega farið á fengsælli
mið og tekið önnur störf. Matvælafræðina
teljum við þó mikilvæga, og er henni ætlað
að styðja matvælaiðnaðinn, sem er undir-
stöðuatvinnuvegur landsmanna. Þegar svo
er komið, er háskólinn í hættu því að hann
þarf að geta laðað til sín hæfustu menn á
hverjum tíma.
Ekki gefst tími til að tíunda öll okkar
áform, áætlanir og úrræði. Nýir tímar og
nýjar þarfir krefjast nýrra leiða og lausna.
Við verðum að móta Háskóla íslands eftir
aðstæðum og þörfum íslensku þjóðarinnar
en mæta samt alþjóðlegum kröfum sem
gera verður til kennara og nemenda á
hverjum tíma. Teljum við að háskólinn
standist slíkar kröfur í dag í flestum grein-
um.
Við höfum litið yfir farinn veg og nokkuð
fram á leið. Við blessum minningu forvera
okkar í uppbyggingu háskólans og þökkum
brautryðjendastörf þeirra. Ég vil Ijúka máli
mínu með því að þakka velgerðarmönnum
háskólans sem hafa fært honum gjafir og
þakka landsmönnum öllum, sem sýnt hafa
háskólanum vinsemd og veitt honum
stuðning. Háskóli Islands þarfnast stuðn-
ings og skilnings ef hann á að geta uppfyllt
óskir þjóðarinnar, vonir hennar og þarfir.
Andi Jóns Sigurðssonar lifir vissulega í Há-
skóla íslands, andi frelsis og þekkingarleit-
ar. Við væntum þess að nemendur fari héð-
an með aukinn þroska og þekkingu, en
jafnframt og ekki síður með vilja, kjark og
þrautseigju til að vinna að erfiðum en
nauðsynlegum verkefnum. Allt okkar starf
miðar að því að efla þessa stofnun, til gæfu
og blessunar allri þjóðinni á ókomnum ár-
um. Megi heill og gifta fylgja Háskóla ís-
lands.
Að ræðum loknum hófst lýsing á kjöri
heiðursdoktora í tilefni 75 ára afmælis Há-
skóla Islands, alls tuttugu manna. Fór sá
liður athafnarinnar fram undir stjórn há-
skólarektors. Sex deildir háskólans höfðu
kjörið heiðursdoktora sem hér segir:
í guðfræðideild
Dr. theol. h. c.:
Dr. Eugene A. Nida, New York, fram-
kvæmdastjóri þýðingarmála hjá Amer-
íska Biblíufélaginu. Hann hefur starfað
mikið að ráðgjöf og kennslu biblíuþýð-
enda. Hann er kunnur fræðimaður og
fyrirlesari.
í læknadeild
Dr. med. h. c.:
Benedikt Tómasson, fyrrverandi skólayfir-
læknir, Reykjavík. Hann starfaði um
langt skeið við yfirstjórn heilbrigðis-
mála, og eftir hann liggja rit um læknis-
fræðileg efni.
Dr. Júlíus Sigurjónsson, prófessor,
Reykjavík. Hann var prófessor í heil-
brigðisfræði við Háskóla Islands um ára-
tugaskeið og hefur ritað mikið um það
efni.
Ófeigur J. Ófeigsson, læknir, Reykjavík.
Hann er m.a. kunnur fyrir rannsóknir
sínar á meðferð brunasára og hefur ritað
og ilutt fyrirlestra um þau efni.