Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Blaðsíða 43
75 ára afmælishátíð Háskóla íslands
41
Páll Agnar Pálsson, yfirdýralæknir,
Reykjavík. Hann hefur m.a. lengi feng-
ist við rannsóknir á búfjársjúkdómum,
einkum hæggengum veirusjúkdómum,
og birt ritgerðir um niðurstöður þeirra
rannsókna.
f heimspekideild
Háskóli Islands sæmdi þjóðhöfðingja
Dana, Hennar hátign Margréti II Dana-
drottningu, nafnbótinni doctor philos-
ophiae honoris causa í tilefni af farsælum
lyktum handritamáls og handritaskila.
Dr- litt. isl. h. c.:
Snorri Hjartarson, ljóðskáld, Reykjavík.
Hann hefur lengi verið talinn í röð list-
fengustu skálda þjóðarinnar. Bók-
menntaverðlaun Norðurlandaráðs hlaut
hann 1981.
Dr. phil. h. c.:
Pfá Anna Sigurðardóttir, forstöðumaður
Kvennasögusafns íslands, Reykjavík.
Með útgáfu merkra safnrita um störf
kvenna fyrr og síðar og stofnun Kvenna-
sögusafns íslands gerðist hún brautryðj-
andi kvennasögurannsókna á íslandi.
Asgeir Blöndal Magnússon, fyrrverandi
orðabókarstjóri, Reykjavík. Hann er
kunnur fræðimaður á sviði orðfræði og
málsögu og hefur birt margar greinar um
þau efni.
P>r- Gösta Holm, prófessor, Lundi. Hann
er kunnur fræðimaður á sviði málfræði,
setningafræði, málsögu, örnefnafræði og
stílfræði, og snerta ýmsar fræðiritgerðir
hans mikilvæga þætti íslenskrar tungu.
ör. Ludvig Holm-Olsen, prófessor, Berg-
en. Hann hefur m.a. unnið að textaút-
gáfum ýmissa norrænna fornrita og
stundað undirstöðurannsóknir í texta-
fræði.
P)r- Jón Steffensen, prófessor, Reykjavík.
Hann var um langt skeið prófessor í
læknisfræði við Háskóla íslands, en er
jafnframt kunnur fyrir rannsóknir sínar á
lækningasögu og á sviði mannfræði og
fornleifafræði.
Dr. Bruno Kress, prófessor, Greifswald.
Hann er kunnur fyrir rannsóknir sínar á
íslensku máli, og jafnframt hefur hann
þýtt mörg íslensk bókmenntaverk á
þýsku.
í verkfræðideild
Dr. techn. h. c.:
Christian H. Gudnason, prófessor, Kaup-
mannahöfn. Hann er prófessor í iðnað-
ar- og rekstrarfræði við Tækniháskólann
í Kaupmannahöfn og er einkum kunnur
fyrir framlag sitt í gæðastýringu og fyrir
skýringar sínar á samhengi hinna ýmsu
fræðisviða rekstrarverkfræði.
Jakob Gíslason, fyrrverandi orkumála-
stjóri, Reykjavík. Hann var um áratuga-
skeið einn hinn helsti ráðunautur stjórn-
valda um þróun orkumála og mótaði
mjög yfirstjórn og stefnumörkun á því
sviði.
Dr. Konrad Zuse, verkfræðingur, Vestur-
Þýskalandi. Hann smíðaði m.a. hina
fyrstu forritastýrðu gagnavinnsluvél í
heimi og er viðurkenndur sem einn hinn
helsti frumkvöðull „tölvubyltingarinn-
ar“.
í viðskiptadeild
Dr. oecon. h. c.:
Ólafur Björnsson, prófessor, Reykjavík.
Hann var um áratugaskeið prófessor í
þjóðhagfræði við Háskóla Islands, og
eftir hann liggja viðamikil rit í fræðigrein
hans.
í raunvísindadeild
Dr. scient. h. c.:
Dr. Bjarni Jónsson, prófessor, Nashville.
Meginstarf hans hefur verið á sviði al-
gebru og á mörkum algebru og rökfræði.
Hann er mikilvirkur höfundur fræðirita
og kunnur fyrirlesari.
Dr. Sigurður Helgason, prófessor, Boston.