Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Síða 46
44
Árbók Háskóla íslands
samvinnu við Kynningarnefnd háskólans.
Var þeirri mynd einnig ætlað víðtækara
hlutverk við kynningu á starfsemi háskól-
ans, einkum í framhaldsskólum.
Útvarpsdagskrá
Sunnudaginn 19. október efndi Ríkisút-
varpið — Hljóðvarp til sérstakrar síðdegis-
dagskrár í tilefni afmælisins. Bar dagskráin
heitið „Háskóli í huga þjóðar". Meginefni
þeirrar dagskrár var erindi Bergsteins
Jónssonar dósents, sem fjallaði um há-
skólanám og íslenska menntamenn fyrir
daga Háskóla íslands og aðdraganda þess
að stofnaður var háskóli á íslandi.
Kynning í dagblöðum
Öll dagblöð landsins minntust afmælis
háskólans og greindu í máli og myndum frá
hátíðarhöldunum í októbermánuði. Mest
var þó fjallað um afmælið í Morgunblað-
inu, sem lagði sérstaka áherslu á ítarlega
kynningu á háskólanum fyrr og nú og ein-
stökum stofnunum hans.
Háskólafyrirlestrar
I tilefni afmælishaldsins var efnt til fyrir-
lestra um valin efni, og voru fyrirlesararnir
allt kunnir fræðimenn, innlendir og erlend-
ir. Var röð fyrirlestranna, er allir voru
haldnir síðdegis í stofu 101 í Odda, sem hér
segir:
Föstudagur 3. október:
Dr. Christian H. Gudnason prófess-
or, Kaupmannahöfn:
Gœði. — Hvað er það?
Erindið, sem flutt var á dönsku,
fjallaði um gæða- og framleiðslu-
stjórnun.
Sunnudagur 5. október:
Dr. Jónas Kristjánsson, forstöðu-
maður Stofnunar Arna Magnússon-
ar á íslandi:
Áfangar í Eddukveðskap.
í fyrirlestrinum var m.a. fjallað um
aldur Eddukvæða og uppskriftir
þeirra.
Mánudagur 6. október:
Dr. Konrad Zuse verkfræðingur,
Vestur-Þýskalandi:
Um uppruna tölvunnar.
Fyrirlesturinn, sem fluttur var á
þýsku, fjallaði um smíði fyrirlesar-
ans á hinni fyrstu forritastýrðu
gagnavinnsluvél í heimi.
Priðjudagur 7. október:
Dr. Eugene A. Nida, málvísinda-
maður, New York:
The Theological Implications of
Bible Translating.
Fyrirlesturinn, sem fluttur var á
ensku, fjallaði um sérsvið fyrirlesar-
ans, sem m.a. hefur starfað mikið að
ráðgjöf og kennslu biblíuþýðenda.
Miðvikudagur 8. október:
Dr. Sigurður Helgason prófessor,
Boston:
Svipmyndir úr rúmfræði.
í fyrirlestrinum var m.a. lýst sögu-
legum grundvelli hinnar óevklíðsku
rúmfræði og tengslum hennar við
aðrar greinar stærðfræði.
Fimmtudagur 9. október:
Dr. Anna Sigurðardóttir, forstöðu-
maður Kvennasögusafns íslands:
Kirkjubœjarklaustur — Halldóra
Sigvaldadóttir, síðasta abbadís í
Kirkjubœjarklaustri, og Gissur bisk-
up Einarsson við siðaskipti.
Erindið tengdist rannsóknum fyrir-
lesarans á sögu nunnuklaustra á ís-
landi.
Föstudagur 10. október:
Dr. Jón Steffensen, prófessor emer-
itus:
Um staðsetningu stöpuls Páls bisk-
ups Jónssonar í Skálholti.