Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Síða 47
75 ára afmælishátíð Háskóla íslands
45
Erindið fjallaði m.a. um rannsóknir
fyrirlesarans á brenndu beinunum í
steinþró Páls biskups.
Ráðstefna á vegum guðfræðideildar
og Norræna hússins
Dagana 14.-17. október efndu guðfræði-
deild háskólans og Norræna húsið í
Reykjavík til ráðstefnu í minningu 300 ára
afmælis Hans Egede, Grænlandstrúboða,
sem jafnframt var tileinkuð 75 ára afmæli
Háskóla íslands. Ráðstefnan fór fram í
Norræna húsinu.
Ráðstefnur um málefni háskólans
Stúdentaráð og Bandalag háskólamanna
minntust þessara tímamóta með því að
efna til ráðstefna um málefni háskólans.
Var ráðstefna Bandalags háskólamanna
haldin 5. október undir heitinu Háskóli ís-
lands. — Óskabarn eða öskubuska? en ráð-
stefna Stúdentaráðs, sem haldin var 11.
október, bar heitið Háskólinn í nútíð og
framtíð, breyttir kennsluhœttir — betri há-
skóli? Báðar fóru ráðstefnur þessar fram í
stofu 101 í Odda.
Fyrr á afmælisárinu hafði Stúdentafélag
Reykjavíkur efnt til ráðstefnu um „Há-
skóla íslands og atvinnulífið", sem helguð
var afmæli háskólans.
Þá má og geta þess, að hátíðarsamkoma
stúdenta í Háskólabíói 1. desember var
helguð 75 ára afmæli Háskóla íslands.
„Opið hús“
Háskólinn minntist afmælis síns m.a.
með því að gangast fyrir „Opnu húsi“
sunnudaginn 19. október. Alls voru 19 há-
skólabyggingar opnar almenningi þann
dag, frá kl. 10 að morgni til kl. 18 síðdegis,
og tóku þar á móti gestum háskólastúdent-
ar, kennarar og aðrir starfsmenn háskól-
ans. Fjölmargar sérsýningar voru þar í boði
í tengslum við kynningu deilda og stofnana
og Háskólabókasafn gekkst fyrir sérstakri
sýningu og kynningu. Myndbönd með efni
um sögu og starfsemi háskólans voru sýnd í
allnokkrum byggingum. Margvíslegt kynn-
ingarefni lá frammi í öllum þeim bygging-
um sem opnar voru almenningi, auk þess
sem fjölmargir fyrirlestrar voru fluttir og
hátíðarmessa flutt í kapellu háskólans.
Kaffiveitingar voru í flestum byggingun-
um. Allar deildir háskólans tóku þátt í
„Opnu húsi“ og nær allar stofnanir sem
honum tengjast. Aðsókn var mjög góð, en
eigi var gerð tilraun til að kasta tölu á þær
þúsundir gesta sem streymdu inn í háskóla-
byggingarnar þennan dag. Veður var og
með afbrigðum gott og stuðlaði það að
góðri aðsókn almennings.
Fyrirlestrar, samkomur og tímabundnar
sýningar á „Opnu húsi“ í hinum ýmsu
deildum og stofnunum voru sem hér segir
(einungis miðað við upplýsingar sem áður
höfðu borist framkvæmdastjóra afmælishá-
tíðar):
Kl. 11:00. Hátíðarguðsþjónusta í Há-
skólakapellu. Dr. Sigurbjörn Einarsson
biskup prédikaði. Sigmundur Guðbjarna-
son háskólarektor og Guðmundur Magn-
ússon, fyrrverandi rektor, lásu ritningar-
greinar. Guðfræðinemar aðstoðuðu við
messugjörðina. Guðsþjónustunni var út-
varpað beint.
Kl. 11:00. Erindi á vegum Raunvísinda-
stofnunar í byggingu VRII. Páll Theodórs-
son eðlisfræðingur: „Kjarnorka, kjarn-
orkuslys og geislamengun."
Kl. 13:00. Félagsvísindadeild sýndi í
Odda myndband um mannfræðirannsóknir
á Grænhöfðaeyjum.
Kl. 13:00. Erindi á vegum Raunvísinda-
stofnunar. Bjarni Ásgeirsson lífefnafræð-
ingur: „Um líftækni.“
Kl. 13:00. Erindi á vegum verkfræði-
deildar. Gísli Jónsson prófessor: „Rafknú-
in ökutæki."
Kl. 13:15. Erindi á vegum verkfræði-
deildar. Páll Valdimarsson sérfræðingur:
„Hermilíkön hitaveitna.“
Kl. 13:30. Erindi á vegum verkfræði-