Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Blaðsíða 49
75 ára afmælishátíð Háskóla íslands
47
Undirbúningur afmælishátíðar
Rektor lagði fram tillögu á fundi há-
skólaráðs 17. október 1985 um að skipuð
yrði nefnd til að annast undirbúning að 75
ára afmæli Háskóla íslands á árinu 1986. I
undirbúningsnefndina voru kjörin Þórir
Kr. Þórðarson prófessor, formaður, Erla
Elíasdóttir aðstoðarháskólaritari, Júlíus
Sólnes prófessor, Páll Sigurðsson dósent,
Páll Skúlason prófessor, Sigurður S. Magn-
ússon prófessor, Sigurður Steinþórsson
prófessor, Valdimar Örnólfsson fimleika-
stjóri og Þráinn Eggertsson prófessor. Full-
trúi stúdenta var tilnefndur Stefán Kalm-
ansson.
í janúarmánuði 1987 mælti nefndin með
því við háskólarektor, að dr. Páll Sigurðs-
son dósent yrði ráðinn framkvæmdastjóri
afmælishátíðar og varð rektor við þeim til-
mælum. Var síðan náið samstarf milli Af-
mælisnefndar, framkvæmdastjóra og há-
skólarektors um allt er að undirbúningi há-
tíðarhaldanna laut, þ.á m. um margvíslega
og viðamikla kynningu á háskólanum og
starfsemi hans í fjölmiðlum. í tilefni sjálfs
afmælisdagsins, 17. júní, hélt rektor frétta-
mannafund 11. júní 1986, og var þar skýrt
frá starfsemi háskólans og fyrirhuguðum
hátíðarhöldum á komandi hausti.
Páll Sigurðsson
Háskólafáninn
Dag einn í janúarmánuði 1986 voru þrír
nefndarmanna í 75 ára afmælisnefnd há-
skólans staddir fyrir framan Háskólabíó í
embættiserindum og virtu fyrir sér hefð-
bundinn stað fánaborgar fyrir framan sam-
komuhúsið. Kom þar tal þeirra að gaman
væri ef Háskóli íslands ætti sér fána. Þarna
voru á ferð þeir Páll Sigurðsson, Sigurður
Steinþórsson og Valdimar Örnólfsson, og
mun það vera hinn síðastnefndi sem fyrstur
impraði á þessu.
Þannig fæddist hugmyndin að háskóla-
fána, en Páll Sigurðsson hratt henni í fram-
kvæmd af sinni kunnu smekkvísi og elju-
semi.
Hvítblái fáninn, sem ýmsir vildu gera að
þjóðfána á sínum tíma, var stúdentum
löngum hugleikinn á fyrri tíð, en önnur
samtök tóku hann upp. Varð hann undir-
staða þeirra hugmynda sem ræddar voru í
hátíðarnefndinni og við rektor.
Vatt Páll Sigurðsson sér nú í málið af
krafti, leitaði til teiknistofu og lét gera
nokkrar tillögur að bláhvítum fána með
stílfærðri vangamynd af menntagyðjunni
Pallas Aþenu eða Mínervu, sem verið hef-
ur innsiglismerki háskólans síðan 1911.
Auglýsingastofa Bjarna Dags Jónssonar og
Magnús Þór Jónsson, teiknari stofunnar,
gerðu teikningar, en Páll Sigurðsson hafði
fundið upp á því snjallræði að leita til
Guðnýjar Jónasdóttur, sagnfræðings og
menntaskólakennara, sem lagt hefur stund
á skjaldamerkjafræði. Urðu nú til teikning-
ar og silkiprentanir, en einnig var leitað til
Sigurðar Geirdals, þáverandi fram-
kvæmdastjóra Ungmennafélags íslands, og
lýsti hann þeirri skoðun sinni að ekkert
væri athugavert við það að háskólafáninn
minnti á hvítbláa fánann, sem Ungmenna-
félagahreyfingin hefur helgað sér, þar sem
þess var gætt að þeir yrðu ekki of líkir.
Var nú haldin sýning að frumkvæði rekt-
ors á framkomnum tillögum, sex að tölu, í
Skólabæ, og sýningin látin hanga á vegg um
nokkurt skeið. Háskólakennurum í mötu-
neytinu og gestum í síðdegisboðum rektors
gafst því tækifæri að merkja við á töflu á
vegg hver tillagan þætti best. Hlaut ein til-
lagan mest fylgi, þar og á fundum háskóla-
ráðs og hátíðarnefndar, og þótti hún best til
fána fallin, einnig af sérfróðum mönnum.
Er rektor hafði samþykkt hana var horfið
að framleiðslu fánanna. Saumastofa Kaup-
félags Skagfirðinga á Hofsósi tók að sér að
sauma 35 féna í fullri stærð. Fánadúkurinn
heiðblái vai ofinn í verksmiðju Gefjunar á
Akureyri, ei. mynd menntagyðjunnar var
silkiprentuð hjá Prentstofunni Fjölprenti