Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Side 60
50
Árbók Háskóla íslands
1941-1956. Skólayfirlæknir varð hann 1956
og gegndi því starfi til 1973, og jafnframt
var hann fulltrúi landlæknis frá 1960-1972.
Sérstökum störfum við embætti landlæknis
gegndi hann síðan frá 1973-1984.
Benedikt Tómasson hefur verið trúnað-
arlæknir ýmissa opinberra stofnana og
verið fulltrúi þjóðar sinnar á mörgum al-
þjóðaráðstefnum, m.a. á vegum Alþjóða-
heilbrigðisstofnunarinnar. Eftir hann
liggja margvísleg ritstörf um læknisfræðileg
efni, þ.á m. viðamiklar skýrslur um heil-
brigði íslendinga fyrr og síðar, sem hafa
grundvallarþýðingu á sínu sviði, og voru
þessi ritstörf oft unnin í hjáverkum frá um-
fangsmiklum störfum við yfirstjórn heil-
brigðismála.
Af þessum sökum telur Háskóli Islands
sér það sæmdarauka að sæma Benedikt
Tómasson nafnbótinni doctor medicinae
honoris causa, og sé það góðu heilli gjört og
vitað.
Júlíus Sigurjónsson er fæddur á Grenivík
árið 1907. Stúdentsprófi frá Menntaskólan-
um í Reykjavík lauk hann 1926 og kandí-
datsprófi í læknisfræði frá Háskóla íslands
vorið 1931. Prófi í bakteríufræði (Dip.
Bact.) lauk hann í Lundúnum 1932. Dokt-
orsprófi í læknisfræði frá Háskóla íslands
lauk hann 1940.
Á árunum 1932-1934 starfaði Júlíus Sig-
urjónsson á ýmsum meinafræðistofnunum í
Englandi, Þýskalandi og Austurríki. Stað-
göngumaður prófessors í meinafræði við
Háskóla Islands var hann 1934 og oft síðan.
Hann varð aukakennari í heilbrigðisfræði
við háskólann 1937 og prófessor í sömu
grein 1945-1975. Hann var forstöðumaður
Matvælaeftirlits ríkisins 1937-1942 og síðan
ráðunautur landlæknis um heilbrigðis-
fræðileg efni, þar til hann lét af störfum.
Júlíus Sigurjónsson hefur ritað fjölda
merkra greina um ýmis efni tengd læknis-
fræði, sem birst hafa í innlendum og er-
lendum tímaritum og heilbrigðisskýrslum.
Af þessum sökum telur Háskóli íslands
sér það sæmdarauka að sæma Júlíus Sigur-
jónsson nafnbótinni doctor medicinae hon-
oris causa, og sé það góðu heilli gjört og
vitað.
Ófeigur J. Ófeigsson er fæddur að
Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd árið
1904. Stúdentsprófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík lauk hann árið 1927 og kandí-
datsprófi í læknisfræði frá Háskóla íslands
1933. Kanadísku læknaprófi lauk hann
1947. Hann starfaði við Winnipeg General
Hospital sem aðstoðarlæknir 1933-1935,
við Mayo Clinic í Minnesota við sérfræði-
nám í lyflækningum 1936-1937, sem að-
stoðarlæknir á lyfjadeild Landspítalans
1937-1940 og sérfræðingur í lyflækningum í
Reykjavík frá 1940-1979. Var trúnaðar-
læknir sendiráða Bandaríkjanna, Bret-
lands og Noregs um árabil. Starfaði jafn-
framt sem skólalæknir við barnaskóla í
Reykjavík og sem kennari við Hjúkrunar-
skóla Islands og Húsmæðrakennaraskóla
íslands.
Ófeigur J. Ófeigsson stundaði rannsókn-
ir á brunasárum og meðferð þeirra frá ár-
inu 1957 við háskólann í Edinborg, Royal
Infirmary í Glasgow og víðar og hlaut til
þessara rannsókna styrki frá British
Council, Vísindasjóði og vísindadeild Atl-
antshafsbandalagsins. Hann hefur flutt
fjölda fyrirlestra austan hafs og vestan um
rannsóknir sínar á þessu sviði, m.a. á þing-
um sérfræðinga um brunaslys í Brussel
(1963), í Kaupmannahöfn og við háskólann
í Minnesota (1964), í Stokkhólmi (1969),
Zúrich (1976), í Pýskalandi (1977) og
Tékkóslóvakíu (1978), og ritað margar
greinar um sama efni sem athygli hafa vak-
ið.
Af þessum sökum telur Háskóli íslands
sér það sæmdarauka að sæma Ófeig J-
Ófeigsson nafnbótinni doctor medicinae
honoris causa, og sé það góðu heilli gjört og
vitað.