Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Side 62
52
Árbók Háskóla íslands
Af þessum sökum telur Háskóli íslands
sér það sæmdarauka að heiðra Snorra
Hjartarson með titlinum doctor litterarum
Islandicarum honoris causa. Sé það góðu
heilli gert og vitað.
Anna Sigurðardóttir er fædd að Hvítár-
bakka í Borgarfirði árið 1908. Hún er að
mestu leyti sjálfmenntuð og vann einkum
við heimilisstörf, uns hún stofnaði Kvenna-
sögusafn íslands og gerðist forstöðumaður
þess árið 1975. Hún hefur unnið mikið að
kvenréttindamálum, bæði hér á landi og á
alþjóðavettvangi, og meðal annars setið í
stjórn Kvenréttindafélags íslands.
Anna hefur skrifað fjölda greina um fé-
lagsmál og fræðileg efni, og nýlega hefur
hún sent frá sér tvö mikil rit sem ástæða er
til að nefna sérstaklega. Hið fyrra nefnist
„Úr veröld kvenna. — Barnsburður“ og
kom í öðru bindi ritsins Ljósmæður á ís-
landi 1984. Hið síðara er bókin Vinna
kvenna á íslandi í 1100 ár, sem Kvenna-
sögusafnið gaf út 1985. Þetta eru þörf og
merk safnrit sem eiga eftir að koma öðrum
höfundum að ómetanlegu gagni. Með út-
gáfu þeirra hefur Anna gerst brautryðjandi
kvennasögurannsókna á Islandi.
Merkasta framlag Önnu til fræðanna er
þó sennilega stofnun og starfræksla
Kvennasögusafns íslands. Hún setti það á
fót 1. janúar 1975, ásamt tveimur konum
öðrum, og lagði undir það íbúð sína. Síðan
hefur hún annast safnið, launalaust, og er
jafnan til taks að veita nemendum og fræði-
mönnum hvers konar leiðbeiningar á
fræðasviði sínu.
Af þessum sökum telur Háskóli íslands
sér það sæmdarauka að heiðra Önnu Sig-
urðardóttur með titlinum doctor philos-
ophiae honoris causa. Sé það góðu heilli
gert og vitað.
Ásgeir Blöndal Magnússon er fæddur að
Tungu í Arnarfirði árið 1909. Hann varð
stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri
1942 og lauk kandídatsprófi í íslenskum
fræðum frá Háskóla íslands árið 1945.
Hann varð ritstjóri við Orðabók háskólans
árið 1947 og gegndi því starfi allt til ársins
1978. Þá var hann settur orðabókarstjóri.
Því starfi gegndi hann til ársloka 1979,
þegar hann lét af störfum fyrir aldurs sakir.
Samhliða störfum sínum við Orðabókina
starfaði Ásgeir um margra ára skeið sem
stundakennari við Háskóla Islands.
Meginstarf Ásgeirs liggur á sviði orð-
fræði og málsögu. Á þeim vettvangi hefur
hann haslað sér völl sem traustur fræði-
maður og birt margar greinar. Auk þess
hefur hann birt ítarlega ritdóma um orða-
bókarverk, og ber þar einkum að nefna
ritdómana um Altnordisches etymologi-
sches Wörterbuch, en til þessara ritdóma er
mjög vitnað í endurútgáfu þeirrar bókar.
Ásgeir vann einnig um árabil að endur-
skoðun íslenskrar orðabókar, sem Menn-
ingarsjóður gaf út, og liðsinnti við útgáfu
íslenskrar samheitaorðabókar. Loks ber að
nefna íslenska orðsifjabók, sem Ásgeir
hefur unnið að um áratugaskeið og verið er
að búa til útgáfu um þessar mundir.
Af þessum sökum telur Háskóli íslands
sér það sæmdarauka að heiðra Ásgeir
Blöndal Magnússon með titlinum doctor
philosophiae honoris causa. Sé það góðu
heilli gert og vitað.
Dr. Gösta Holm er fæddur á Jamtalandi í
Svíþjóð árið 1916. Hann lagði stund á nor-
ræna málfræði, lauk fil. lic.-prófi frá Upp-
salaháskóla og doktorsprófi í Lundi 1951.
Sama árið varð hann dósent við háskólann í
Lundi og tveim árum síðar við Uppsalahá-
skóla. Árið 1961 var hann skipaður prófess-
or í norrænum málum við háskólann í
Lundi og gegndi því embætti þar til hann lét
af störfum fyrir aldurs sakir.
Gösta Holm hefur fengist við hin marg-
víslegustu efni í rannsóknum sínum, svo
sem setningafræði, málsögu, örnefnafræði.
mállýskur og stílfræði. Hann hefur og unn-