Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Blaðsíða 64
54
Árbók Háskóla íslands
fræðasviði hans, en hann lagði stund á
norræn fræði. Hann lauk doktorsprófi frá
Háskólanum í Berlín árið 1937, og fjallaði
ritgerð hans um framburð nútímaíslensku.
Á árunum 1940-1945 sat hann í fangabúð-
um Englendinga, en 1945-1956 var hann
skólastjóri í Austur-Þýskalandi. Hann var
síðan prófessor í Greifswald, uns hann lét
af störfum fyrir aldurs sakir.
Ævistarf Bruno Kress er nátengt ís-
lenskri tungu og menningu. Annars vegar
hefur hann fengist við rannsóknir á ís-
lensku máli og hins vegar lagt stund á að
þýða íslensk bókmenntaverk á þýsku. Á
sviði íslenskrar málfræði hefur hann ritað
tímaritsgreinar og flutt erindi og fyrir-
lestra, m.a. við Háskóla íslands, en hæst
ber þó síðustu bók hans um íslenska mál-
fræði, Islandische Grammatik, en hún kom
út árið 1982. Þýðingarstarf Bruno Kress er
umfangsmikið og mikilsvert fyrir kynningu
íslenskrar menningar á þýsku málsvæði.
Hann hefur m.a. þýtt verk eftir Halldór
Laxness, Ólaf Jóhann Sigurðsson, Halldór
Stefánsson ogTryggva Emilsson. Auk þess
hefur hann gefið út tvö þýdd smásagnasöfn
með bókmenntalegum eftirmála.
Af þessum sökum telur Háskóli íslands
sér það sæmdarauka að heiðra dr. Bruno
Kress með titlinum doctor philosophiae
honoris causa. Sé það góðu heilli gert og
vitað.
Verkfræðideild
Christian H. Gudnason er fæddur í Dan-
mörku árið 1921. Hann lauk námi í véla-
verkfræði 1947 og framhaldsnámi í verk-
fræði 1951 frá University of Pennsylvania.
Á næstu árum þar á eftir vann hann að
iðnþróunaráætlun í Danmörku og starfaði
um allmörg ár sem sérfræðingur ýmissa
iðnaðarfyrirtækja á sviði rekstrartækni.
Árið 1961 varð hann prófessor í iðnaðar- og
rekstrarfræði við Tækniháskólann í Kaup-
mannahöfn. Vísindastörf hans spanna flest
svið tæknilegra rekstrarfræða, frá tíma-
mælingum og framleiðniaukandi aðgerð-
um til stefnumörkunar í fyrirtækjum.
Þekktastur er hann þó fyrir framlag sitt í
gæðastýringu og fyrir skýringar sínar á
samhengi hinna ýmsu fræðasviða rekstrar-
verkfræði, svo sem vöruþróunar, gæðastýr-
ingar og framleiðslustýringar. Hann tók
þátt í að skipuleggja og undirbúa nám í
rekstrarverkfræði við vélaverkfræðiskor
Háskóla íslands 1973-1974. Eftir hann ligg-
ur fjöldi merkra fræðirita.
Af þeim sökum telur Háskóli íslands sér
það sæmdarauka að heiðra Christian H.
Gudnason með titlinum doctor technicae
honoris causa. Sé það góðu heilli gert og
vitað.
Jakob Gíslason er fæddur á Húsavík árið
1902. Hann lauk prófi í raforkuverkfræði
frá Tækniháskólanum í Kaupmannahöfn
1929. Að þvíbúnu vann hann að áætlunum
um raforkuver og rafveitur á vegum ís-
lenska ríkisins og var falið eftirlit með raf-
orkuvirkjunum um land allt frá 1930. Hann
var skipaður forstöðumaður Rafmagns-
eftirlits ríkisins við stofnun þess 1933 og
raforkumálastjóri er það embætti var stofn-
að 1947. Við endurskipulagningu orkumála
1967, þegar Orkustofnun var sett á fót, var
hann skipaður orkumálastjóri. Gegndi
hann því starfi uns hann lét af störfum
vegna aldurs 1972. Hann var um árabil
ráðunautur ríkisstjórnarinnar og formaður
stjórnskipaðrar nefndar í virkjunarmálum.
Hann átti sæti í samstarfsnefnd ríkisins,
Reykjavíkur og Hafnarfjarðar um hagnýt-
ingu jarðhita, og árið 1945 voru Jarðboran-
ir ríkisins stofnaðar og settar undir hans
stjórn sem rafmagnseftirhtssijóra.
Próun orkumála hér á landi hefur verið
nátengd nafni Jakobs Gíslasonar, og ber
hún vott um mikla víðsýni og framsýni hans
í þeim efnum. Hann hefur birt fjölda rit-
gerða og skýrslna um raforkumál og félags-
mál verkfræðinga.
Með brautryðjandastarfi sínu hefur Jak-