Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Síða 65
Doktorspróf. Formálar að heiðursdoktorskjöri
55
ob Gíslason unnið verkfræði hér á landi
mjög mikið gagn. Af þeim sökum telur Há-
skóli fslands sér það sæmdarauka að heiðra
Jakob Gíslason með titlinum doctor techn-
icae honoris causa. Sé það góðu heilli gert
og vitað.
Konrad Zuse er fæddur í Þýskalandi árið
1910. Hann er byggingarverkfræðingur að
mennt og uppfinningamaður frá unga
aldri. Árið 1935 réðst hann í það að finna
UPP og smíða reiknivél til að leysa tímafrek
verkefni í grein sinni. Hann fór óvenjulegar
brautir, notaði tvíundakerfi, forrit,
geymslubúnað og kommutölukerfi. Var
honum ljóst að ekki var aðeins um reikni-
vél að ræða heldur vél rökrænna aðgerða,
sem mundi m.a. geta tekið ákvarðanir,
teiknað, stýrt sjálfvirkum vélum og teflt
skák. Árið 1941 tókst honum að fullgera vél
sem talin er fyrsta starfhæfa tölvan. Við
þetta beitti hann mikilli atorku og fágætu
hugviti.
Af þeim sökum telur Háskóli íslands sér
það sæmdarauka að heiðra Konrad Zuse
með titlinum doctor technicae honoris
causa. Sé það góðu heilli gert og vitað.
Viðskiptadeild
Ólafur Björnsson er fæddur að Hjarðar-
holti í Dölum árið 1912. Hann lauk cand.
Polit.-prófi í hagfræði frá Kaupmannahafn-
arháskóla árið 1938. Dósent í viðskipta-
deild var Ólafur árin 1942^18 og prófessor
frá 1948-82. Við viðskiptadeildina vann
hann mikið brautryðjendastarf sem annar
af tveimur föstum kennurum deildarinnar
°g eini kennarinn í þjóðhagfræði fyrstu ára-
tugina.
Ólafur Björnsson er þekktur fyrir um-
langsmikil fræðistörf á sviði þjóðhagfræði.
Eftir hann hafa birst bækur, greinar og
þýðingar, sem hafa hlotið almenna viður-
kenningu. Þá hefur Ólafur einnig haft
veruleg áhrif á viðhorf almennings til
stjórnar efnahagsmála með skrifum sínum.
Ólafur Björnsson hefur flestum hagfræð-
ingum fremur komið við sögu efnahagsað-
gerða á sl. 40 árum, bæði sem sérfræðingur
og alþingismaður um 15 ára skeið. I öllum
verkum sínum hefur hann verið sjálfum sér
samkvæmur, rökvís og einarður fræðimað-
ur, sem sýnt hefur fram á yfirburði frjálsra
búskaparhátta.
Af þessum sökum telur Háskóli íslands
sér það sæmdarauka að heiðra Ólaf Björns-
son með titlinum doctor oeconomiae hon-
oris causa. Sé það góðu heilli gjört og vitað.
Raunvísindadeild
Bjarni Jónsson fæddist á Draghálsi í
Svínadal árið 1920. Hann lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík
1939, B.A.-prófi í stærðfræði við Háskól-
ann í Berkeley 1943 og doktorsprófi þar
1946. Hann starfaði síðan við Brown Uni-
versity, en veturinn 1954-1955 gegndi hann
prófessorsembætti við Háskóla íslands sem
staðgengill Leifs Ásgeirssonar. Síðan starf-
aði hann í Berkeley við Minnesota-há-
skóla í Minneapolis, þar sem hann varð
prófessor 1959. Frá árinu 1966 hefur hann
gegnt sérstöku prófessorsembætti við
Vanderbilt-háskólann í Nashville.
Meginstarf Bjarna Jónssonar hefur verið
á sviði algebru og á mörkum algebru og
rökfræði. Hafa verk hans verið frumleg og
reynst drjúg uppspretta rannsókna ann-
arra. Tvær greinar hans, er birtust 1956 og
1960, urðu undirstaða blómlegrar sérgrein-
ar í líkanafræði. Á sviði grindafræði og í
allsherjaralgebru mun hann einna fremstur
allra fræðimanna, og í mikilsverðum drátt-
um hafa síðari rannsóknir á því sviði mótast
af hans verkum. Bjarni Jónsson er mikil-
virkur höfundur fræðirita og kunnur fyrir-
lesari.
Af þessum sökum telur Háskóli Islands
sér það sæmdarauka að heiðra Bjarna
Jónsson með titlinum doctor scientiarum
honoris causa. Sé það góðu heilli gert og
vitað.