Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Síða 66
56
Árbók Háskóla íslands
Sigurður Helgason fæddist á Akureyri
áriö 1927. Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri árið 1945 og
stundaði nám við verkfræðideild Háskóla
íslands í einn vetur. Síðan stundaði hann
stærðfræðinám í Kaupmannahöfn, lauk
þar magistersprófi 1952 og hlaut gullverð-
laun Hafnarháskóla í stærðfræði sama ár.
Hann tók doktorspróf við Háskólann í
Princeton í Bandaríkjunum 1954 og hefur
verið háskólakennari þar í landi síðan. I
fyrstu starfaði hann við háskóla í Boston,
Princeton-háskóla, Chicago-háskóla og við
Columbia-háskólann í New York, en frá
1960 hefur hann verið við Tækniháskóla
Massachusetts í Boston, þar af í embætti
prófessors frá 1965. Á árunum 1964-66 og
1974-75 starfaði hann við „Institute for
Advanced Study“ í Princeton.
Sigurður Helgason hafði þegar snemma
á starfsferli sínum víðtæk áhrif á þróun
fræðigreinar sinnar, og olli mestu þar um
veigamikið undirstöðurit hans um diffur-
rúmfræði frá 1962, en hann hefur birt fjölda
merkra fræðirita í sérgrein sinni og víða
haldið fyrirlestra.
Af þessum sökum telur Háskóli íslands
sér það sæmdarauka að heiðra Sigurð
Helgason með titlinum doctor scientiarum
honoris causa. Sé það góðu heilli gert og
vitað.
Porbjörn Sigurgeirsson er fæddur á
Orrastöðum í Húnaþingi árið 1917. Stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri
lauk hann árið 1937 og magistersprófi í eðl-
isfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1943.
Síðan vann hann um eins árs skeið að atóm-
rannsóknum í Svíþjóð og fékkst m.a. við
mælingar á skammlífri geislavirkni þar sem
beitt var nýrri rafeindatækni við talningu
sýna. Pá tók við starf í Bandaríkjunum um
tveggja ára skeið, fyrst við rafeindasmá-
sjár, en síðan að mælingum á geimgeislum
við Princeton-háskóla, og vöktu þær rann-
sóknir athygli. Framkvæmdastjóri Rann-
sóknaráðs ríkisins varð hann árið 1947 og
gegndi því starfi í 1Q ár. Beitti hann sér þá
m.a. fyrir því að hérlendis væri komið upp
rannsóknastöð til segulsviðsmælinga.
Porbjörn Sigurgeirsson varð prófessor í
eðlisfræði við Háskóla íslands árið 1957.
Hann var forstöðumaður Eðlisfræð;stofn-
unar Háskóla íslands 1958-1966 og rann-
sóknastofu í eðlisfræði við Raunvísinda-
stofnun háskólans 1966-1975. Árið 1953
hóf hann, ásamt Trausta Einarssyni pró-
fessor, mælingar á segulstefnu í bergi, en
þær urðu grundvöllur að merku rannsókn-
arsviði. Hann setti fyrstur manna fram hug-
myndir um að hefta framrás hrauns í eld-
gosi með vatnskælingu og fylgdi þeim eftir
með ráðgjöf um kælingu hrauns í Eyjum
1973 og virkjun hraunhitans eftir að gosi
lauk. Auk eiginlegra rannsóknastarfa hef-
ur Porbjörn Sigurgeirsson verið frumkvöð-
ull í þróun mælitækni og mælitækja fyrir
sína vísindagrein. Eftir hann liggur fjöldi
fræðilegra ritgerða.
Af þessum sökum telur Háskóli íslands
sér það sæmdarauka að heiðra Porbjörn
Sigurgeirsson með titlinum doctor scienti-
arum honoris causa. Sé það góðu heilli gert
og vitað.
28. febrúar 1987:
Heimspekideild
Theodore Andersson er prófessor í ger-
mönskum fræðum við Stanfordháskólann í
Kaliforníu. Hann hefur birt merk rit um
íslenskar fornsögur, en við rannsóknir sín-
ar á þeim hefur hann beitt nútímalegum
aðferðum og verið að ýmsu leyti brautryðj-
andi í því að kanna innri gerð og byggingu
sagnanna. Þá er hann einn ritstjóra að
miklu uppflettiriti um miðaldir og miðalda-
menningu, þar sem hann ritstýrir greinum
um íslensk efni og skrifar margar þeirra
sjálfur. Af þessu veglega riti eru komin út
sex bindi. Theodore Andersson hefur með
ritum sínum aukið verulega áhuga fræði-