Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Page 139
9
Kaflar úr gerðabókum háskólaráðs
I. Stjórn háskólans
Verkfræði- og raunvísindadeild skipt
Rektor, Sigmundur Guðbjarnason,
bauð háskólaráð velkomið til fyrsta fundar
á kjörtímabili hans í rektorsembætti. Hann
gat þess að í dag skiptist verkfræði- og
raunvísindadeild í verkfrœðideild og raun-
vísindadeild, og bauð hann forseta hinna
nýju deilda sérstaklega velkomna til starfa.
15.09.85
Mennta- og vísindastefna
Rektor lagði fram svofellda tillögu um
starfstilhögun við endurskoðun á mennta-
stefnu og vísindastefnu Háskóla íslands:
„Rektor, tveimur deildarforsetum og ein-
um fulltrúa stúdenta verði falið að semja
drög að menntastefnu og vísindastefnu Há-
skóla íslands.'1 Samþykkt samhljóða. I
nefndina voru kjörnir Páil Skúlason og
Þórólfur Þórlindsson. Fulltrúi stúdenta síð-
ar tilnefndur. 03.10.85
Rektor lagði fram greinargerð, er hann
nefndi „Endurskoðun á stefnumálum Há-
skóla íslands“, og gerði grein fyrir efni
hennar. Samþykkt að deildir hefji umræð-
ur á grundvelli greinargerðarinnar.
Rektor lagði fram greinargerð um til-
gang og tilhögun slíkrar endurskoðunar og
skilgreiningu á markmiðum, leiðum og við-
fangsefnum. Háskólaráðsmenn fögnuðu
því að mál þetta var komið til umræðu.
12.03.87 26.03.87
Mennta- og rannsóknanefndir
Tillaga rektors um stefnumótun háskóla-
ráðs í mennta- og rannsóknamálum: Rekt-
or lagði fram svofellda tillögu:
„Háskólaráð ákveður að skipa eftirfar-
andi starfsnefndir til næstu þriggja ára svo
og formenn nefnda:
Kennslumálanefnd, form. Þorsteinn Vil-
hjálmsson dósent.
Kynningarnefnd, form. Höskuldur
Þráinsson prófessor.
Vísindanefnd, form. Sveinbjörn Björns-
son prófessor.
Þróunarnefnd, form. Þórir Einarsson
prófessor."
Samþykkt samhljóða.
Varaformaður Kynningarnefndar var
kjörinn Páll Sigurðsson prófessor, en for-
maður dvelst erlendis í rannsóknaleyfi.
03.10.85 20.08.87
Lagt fram bréf mrn.,1’ dags. 27. mars.
Rektor skipaður í nefnd til að vera mennta-
málaráðherra til ráðgjafar um aðgerðir til
að efla aðstöðu og starfsemi Háskóla ís-
lands. 09.04.87
Endurskoðun á stjórnsýslu
Rektor tók til umræðu hvernig háskóla-
ráð ætti að fjalla um a) endurskoðun á
stjórnskipulagi háskólans, b) starfshætti og
skipan dómnefnda, c) gerð tillagna um
1) Menntamálaráðuneyti jafnan skammstafað svo.