Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Page 141
Kaflar úr gerðabókum háskólaráðs
131
Eftir langar umræður kom svofelld til-
laga fram frá Jónasi Gíslasyni: „Háskóla-
ráð felur deildum að semja viðmiðunar-
reglur fyrir dómnefndir um kennarastöður
við hverja deild. Til viðmiðunar um mat á
virkni í rannsóknum, á kennslustörfum og
öðrum störfum verði notaður mælikvarði
sem deild skilgreinir og háskólaráð stað-
festir. Viðmiðunarreglur taka gildi með
samþykkt háskólaráðs.“
Lýsti rektor yfir því að hann drægi tillögu
sína til baka og bar tillögu Jónasar undir
atkvæði. Var hún samþykkt með 10 at-
kvæðum samhljóða.
Jónatan Pórmundsson og Jón Svein-
björnsson lýstu sig samþykka tillögu Jónas-
ar Gíslasonar að meginstefnu til, en treystu
sér ekki til að greiða henni atkvæði sitt
vegna hins óljósa orðalags „viðmiðunar-
reglur fyrir dómnefndir um kennarastöð-
ur“. 04.12.86 29.01.87 12.02.87
Tekin var til umræðu tillaga Vísinda-
nefndar að leiðbeiningareglum fyrir há-
skóladeildir og dómnefndir um mat á hæfi
til að gegna lektorsstöðum, dósentsstöðum
og prófessorsembættum.
Jónatan Þórmundsson lagði til að nafn-
gift hins framlagða skjals Vísindanefndar
yrði: „Reglur og leiðbeiningar um stöðu-
veitingar, stöðuhækkanir og þrepahækk-
anir samkvæmt framgangskerfi háskóla-
kennara."
Flestar athugasemdir voru teknar til
greina og frumtexta tillagna Vísindanefnd-
ar breytt til samræmis við þær, þar með
tillögu Jónatans Þórmundssonar um
breytta nafngift. Tillögur Vísindanefndar
með áorðnum breytingum voru samþykkt-
ar samhljóða. 09.04.87 30.04.87
14.05.87 18.06.87 20.08.87 03.09.87
Skammtíma lektorsstööur
Rektor lagði fram hugmyndir sínar að
vinnureglum við ráðstöfun á skammtíma
lektorsstöðum. í millifundanefnd voru
kjörnir Jón Sveinbjörnsson prófessor, for-
maður, háskólaritari, Páll Einarsson, full-
trúi Félags háskólakennara, og Skúli H.
Skúlason stúdent. 20.11.86
Lagðar voru fram endurskoðaðar tillög-
ur um vinnureglur við ráðstöfun á tíma-
bundnum lektorsstöðum. í undirbúnings-
nefnd voru kjörnir háskólaritari, kennslu-
stjóri og starfsmannastjóri. 18.12.86
Úthlutun tímabundinna lektorsstaða.
Samþykkt var að endurúthluta stöðum til
námsbrautar í sjúkraþjálfun, rafmagns-
verkfræði til rása- og merkjafræði og raun-
vísindadeildar til tölvunarfræði og örveru-
fræði. Pá var samþykkt úthlutun eftirtal-
inna lektorsstaða: Lífeðlisfræði í lækna-
deild, rekstrarhagfræðigreinar í við-
skiptadeild, sagnfræði í heimspekideild,
enska í heimspekideild, tannfylling og
tannholsfræði í tannlæknadeild og bóka-
safnsfræði í félagsvísindadeild, samtals sex
stöður. Loks var gengið til atkvæða um
stöðu í forspjallsvísindum og sameindalíf-
fræði. Samþykkt var með 8 atkvæðum að
staðan í forspjallsvísindum skyldi hafa
forgang. 12.02.87 26.02.87
Lögskýringanefnd
Endurkjörnir í Lögskýringanefnd til
þriggja ára frá 1. janúar 1986 voru Jóhannes
L. L. Helgason, Gaukur Jörundsson og
Stefán Sörensson. 17.04.86
Sáttadómur
Rektor lagði til að skipuð verði nefnd til
að gera tillögu um Sáttadóm er hafi það
hlutverk að fjalla um og greiða úr ágrein-
ingsmálum og samskiptaörðugleikum stúd-
enta og kennara eða stjórnsýslu háskólans.
í nefndina voru kjörnir Jónatan Þórmunds-
son prófessor, formaður, Jóhannes L. L.
Helgason lögfræðingur háskólans, Halldór
Guðjónsson kennslustjóri og tveir fulltrúar
stúdenta. 29.01.87