Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Page 142
132
Árbók Háskóla íslands
Skjalasafn H.í. lands. Tillögu rektors var vel tekið og var
Tekin var til umræðu tillaga rektors um ákveðið að óska umsagnar stjórnar Há-
að stofnað verði skjalasafn Háskóla ís- skólabókasafns um málið. 03.09.87
II. Málefni deilda og stofnana
Háskólabókasafn
Lagðar voru fram tillögur og álitsgerð
bókasafnsnefndar (um 40 bls.) um úrbætur
í málum Háskólabókasafns.
1.-4. liður voru samþykktir með nokkr-
um breytingum, 5. liður var lagður fram
svohljóðandi:
„Háskólaráð skipar fjóra menn til að
sitja í stjórn Háskólabókasafns ásamt há-
skólabókaverði til fjögurra ára. Stjórnin
kýs formann og varaformann. Formaður
boðar stjórnarfundi. Falli atkvæði jöfn á
stjórnarfundi ræður atkvæði formanns.
Stjórnin er vinnunefnd háskólaráðs í
málefnum safnsins. Hún tekur ákvarðanir
eftir því sem háskólaráð veitir henni um-
boð til.
Stjórnin markar stefnu í meginmálum
safnsins, gerir tillögur um fastráðið starfs-
lið og samþykkir rekstraráætlanir. Eitt höf-
uðverkefni hennar skal vera að vinna að
undirbúningi flutnings Háskólabókasafns í
Þjóðarbókhlöðu. Jafnframt skal stjórnin
fást við hver þau verkefni önnur sem stuðl-
að geta að eflingu bókasafnsins.
Háskólabókavörður er ábyrgur gagnvart
háskólaráði um almenna stjórnsýslu safns-
ins og vinnur ásamt stjórn að framkvæmd
stefnu, mótun reglna um safnnotkun og
þjónustu og að gerð rekstraráætlana Há-
skólabókasafns." Tillögurnar í heild voru
samþykktar samhljóða með áorðnum
breytingum.
I stjórn Háskólabókasafns voru kjörnir
Páll Skúlason prófessor, Ragnar Árnason
dósent, Sveinbjörn Björnsson prófessor og
Eyjólfur Sveinsson, fulltrúi stúdenta.
Haraldur Ólafsson dósent var kjörinn vara-
maður.
í stað Eyjólfs Sveinssonar var Bjarni
Árnason kjörinn fulltrúi stúdenta (vorið
1987). 30.04.86 22.05.86 26.06.86
12.03.87 14.05.87
Páll Skúlason óskaði fyrir hönd stjórnar
Háskólabókasafns eftirfarandi bókunar:
„Háskólabókavörður sitji í háskólaráði
með málfrelsi og tillögurétti þegar málefni
tengd safninu eru til umfjöllunar." Hafði
þessi setning fallið niður í fyrri bókun í
háskólaráði 22. maí s.l. Þá lagði hann fram
uppdrátt er sýnir nýtingu hátíðarsalar í
þágu bókasafnsins. 11.09.86
Rannsóknaþjónusta háskólans
Tillögur um stofnun Rannsóknaþjónustu
háskólans, reglugerð og stjórn:
„Komið verði á fót sjálfstæðri stofnun
innan háskólans, sem heiti Rannsókna-
þjónusta háskólans, og skal hún lúta
þriggja manna stjórn sem háskólaráð kýs til
tveggja ára í senn.
Hlutverk stofnunarinnar er:
a) Að kynna rannsóknastarfsemi og sér-
fræðiþekkingu starfsmanna Háskóla Is-
lands og greiða fyrir rannsóknum kenn-
ara og sérfræðinga í þágu atvinnulífs
landsmanna.
b) Að veita alhliða skrifstofuaðstoð við
rannsóknir, aðstoða við gerð rann-
sóknasamninga, fjalla um höfundarétt-
armál, verðlagningu og önnur mál er
tengjast þjónusturannsóknum og við-
skiptum verkkaupa og verksala." Sam-
þykkt samhljóða.
Tillaga um reglugerð samþykkt sam-
hljóða með áorðnum breytingum.
Tillaga rektors um stjórn: Valdimar K.
Jónsson prófessor, formaður, Þorkell