Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Side 145
Kaflar úr gerðabókum háskólaráðs
135
III. Kennsla
Fjarkennslunefnd
Tekin til umræðu tillaga um að skipa
Fjarkennslunefnd. Rektor lagði til að
kjörnir yrðu í nefndina Jón Torfi Jónasson,
form., Sigfús Björnsson, Halldór Guðjóns-
son, Páll Sigurðsson og Páll Skúlason,
ásamt einum fulltrúa stúdenta. Samþykkt
einróma. 13.03.86
Tölvunarfræði
Lagt fram bréf Reiknistofnunar, dags.
12. þ.m. Er þar lagt til að skipuð verði
nefnd er fjalla skyldi um framtíðarskipan
kennslu og rannsókna í tölvunarfræði við
Háskóla íslands.
Samþykkt var að setja nefnd þessa á fót
og í hana kjörnir Oddur Benediktsson, for-
maður, Halldór Guðjónsson, Jón Þór Pór-
hallsson, Jörgen L. Pind, Magnús Magnús-
son, Páll Jensson, Sigfús Björnsson og
Þorkell Helgason, allir frá Háskóla ís-
lands. Utan háskólans Halldór Friðgeirs-
son, Páll Kr. Pálsson og Vilhjálmur Lúð-
víksson og fulltrúi frá Félagi ísl. iðnrek-
enda. 26.06.86
Endurmenntun
Kjörnir voru í endurmenntunarstjórn,
auk rektors, Valdimar K. Jónsson, Ingjald-
ur Hannibalsson, Jón Torfi Jónasson og
Árni Kristinsson. 27.02.86
IV. Fjármál og byggingamál
Happdrætti Háskóla íslands
Lagðir fram reikningar Happdrættis Há-
skóla íslands. Jóhannes L. L. Helgason
kom á fundinn og svaraði spurningum. Þá
gerði Jóhannes grein fyrir áformum um
skyndihappdrætti. Voru reikningar happ-
drættisins samþykktir samhljóða. Núver-
andi stjórn endurkjörin. 06.11.86
Tekin voru til umræðu húsnæðismál
happdrættisins. Var svonefnd tillaga sam-
þykkt: „Háskólaráð samþykkir að hefja
undirbúning að byggingu fyrir happdrættið
á lóðum þess að Tjarnargötu 8 og Suður-
götu 5. Þegar frumteikningum er lokið og
viðhorf byggingaryfirvalda hafa verið
könnuð, verður málið lagt fyrir háskólaráð
og afstaða tekin til áframhaldandi fram-
kvæmda." 20.11.86
I byggingarnefnd happdrættisins voru
kjörnir Jóhannes L. L. Helgason, fram-
kvæmdastjóri happdrættisins, Jónas Hall-
grímsson prófessor, fulltrúi stjórnar happ-
drættisins, og Ragnar Ingimarsson prófess-
or, formaður starfsnefndar háskólaráðs
vegna byggingarframkvæmda. 15.01.87
Tekin var fyrir tillaga um ráðningu arki-
tekts vegna væntanlegrar byggingar Happ-
drættis H.Í., en starfsnefnd háskólaráðs
um nýbyggingar leggur til að Maggi Jóns-
son, D. Arch., verði ráðinn til starfans. Eft-
ir allmiklar umræður var tillaga starfs-
nefndar samþykkt með 4 atkvæðum.
Aðrir háskólaráðsmenn greiddu ekki at-
kvæði. 29.01.87
Tæknakaupafé Happdrættis
Háskóla íslands
Rektor lagði fram tillögu að úthlutun
tækjakaupafjár fyrir árið 1986, svohljóð-
andi: