Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Síða 147
Kaflar úr gerðabókum háskólaráðs
137
un „Tæknigarðs". Fyrir liggja hugmyndir
að stærð, gerð og staðsetningu húss, laus-
leg rekstraráætlun og fjármögnunaráætlun.
Gert er ráð fyrir því að Tæknigarður verði
fjármagnaður af aðilum utan háskólans.
Var svofelld ályktun samþykkt samhljóða:
„Háskólaráð felur rektor að halda áfram
könnun og undirbúningi að stofnun og
rekstri svonefnds Tæknigarðs við háskól-
ann samkvæmt framlögðum gögnum. At-
huganir þessar verði gerðar í samráði við
forstöðumenn Raunvísindastofnunar,
Reiknistofu, Verkfræðistofnunar og
Tækniþróunar h.f. Endanlegar tillögur
verði bornar undir háskólaráð." 26.06.86
Rektor lagði fram svofellda tillögu:
„Háskólaráð felur stjórn Tækniþróunar
h.f. að annast undirbúning að byggingu
Tæknigarðs og stofnun félags um þá bygg-
ingu og starfsemi. Hafa skal samráð við
rektor um málið og endanlegar ákvarðanir
verði bornar undir háskólaráð." Samþykkt
samhljóða. 29.01.87
A fundinn komu Guðmundur Magnús-
son prófessor, formaður stjórnar Tækni-
þróunar h.f., og Rögnvaldur Ólafsson dós-
ent, framkvæmdastjóri Tækniþróunar h.f.,
og kynntu undirbúning að stofnun Tækni-
garðs h.f. Lögð voru fram til kynningar
drög að stofnsamningi og samþykktum
fyrir Tæknigarð h.f. Stofnendur yrðu Pró-
unarfélag íslands h.f., Reykjavíkurborg.
Háskóli íslands, Tækniþróun h.f. og Félag
íslenskra iðnrekenda.
I stjórn Tækniþróunar h.f. voru kjörnir
til eins árs prófessorarnir Guðmundur
Magnússon og Pétur Maack sem aðalmenn
og Sigmundur Guðbjarnason og Örn
Helgason sem varamenn. 26.03.87
Lögð fram drög að stofnsamningi fyrir
Tæknigarð h.f., dags. 8. apríl 1987. Rektor
lagði fram svofellda tillögu:
„Háskólaráð samþykkir aðild að stofnun
Tæknigarðs h.f. samkvæmt framlögðum
drögum að stofnsamningi. Hlutafjárfram-
lag Háskóla fslands er 1 milljón króna sem
greiðist af framkvæmdafé háskólans."
Samþykkt samhljóða. Rektor lagði fram
tillögu um að Ragnar Ingimarsson pró-
fessor yrði tilnefndur til eins árs í stjórn
Tæknigarðs h.f. Samþykkt samhljóða.
09.04.87
Lagt fram bréf mrn., dags. 14. þ.m.,
ásamt bréfi fjármálaráðuneytisins, dags.
sama dag. Samþykkt er aðild Háskóla ís-
lands að stofnun hlutafélagsins Tæknigarðs
h.f. Jafnframt er heimilað að Happdrætti
Háskóla íslands takist á hendur sjálfsskuld-
arábyrgð á endurgreiðslu lána og vaxta að
svo miklu leyti sem tekjur félagsins
hrökkva ekki til. 30.04.87
Samstarfsnefnd við Reykjavíkurborg
Tekin til umræðu tillaga um samstarfs-
nefnd háskólans og Reykjavíkurborgar um
skipulag háskólalóðar. Rektor lagði til að
Júlíus Sólnes, Gaukur Jörundsson og Þor-
kell Helgason yrðu kjörnir í nefndina.
Samþykkt einróma. 13.03.86
íbúðir í Hjónagörðum
Lögð voru fram drög að kaupsamningi
um þrjár íbúðir í Hjónagörðum sem fyrir-
hugað er að byggja. Kaupverð er 8 millj-
ónir króna miðað við byggingavísitölu 265.
Háskólaráð féllst einróma á þessi fyrirhug-
uðu kaup og fól háskólaritara að ganga frá
kaupsamningi. 26.06.86
V. Sjóðir og úthlutanir
Sáttmálasjóður kennara, sérfræðinga og kandídata, er
Árin 1985 og 1986 var úthlutað 32 ferða- námu 22.000 kr. hver árið 1985 og 30.000
styrkjum og tveimur verkefnastyrkjum til kr. hver árið 1986. Á fundi háskólaráðs 14.