Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Page 149
Kaflar úr gerðabókum háskólaráðs
139
VI. Gjafir
Gjöf Margrétar Finnbogadóttur og Sig-
urgeirs Svanbergssonar
Háskólaráð samþykkti einróma og með
þakklæti að þiggja að gjöf eignarhluta þann
í húseigninni Sigtúni 1 sem háskólinn hefur
haft á leigu undanfarin ár. Gefendur eru
hjónin Margrét Finnbogadóttir og Sigur-
geir Svanbergsson, Miðleiti 7, Reykjavík.
Brunabótamat eignarhlutans er kr.
10.951.250. 14.05.87
VII. Málefni kennara
Formaður launamálanefndar háskóla-
ráðs, Pórólfur Pórlindsson, lagði fram til-
lögu um að kennsluskylda þeirra kennara,
sem náð hafa 55 ára aldri, verði minnkuð
þannig að samanlögð vinna við kennslu og
stjórnun nenii 50% af heildarvinnuskyldu,
og að sömu vinnuþættir þeirra kennara,
sem náð hafa 60 ára aldri, nemi 40% af
heildarvinnuskyldu.1’ Þá lagði hann fram
tillögu þess efnis að yfirvinnuþak vegna
kennslu- og stjórnunarstarfa háskólakenn-
ara hækki úr 48 klst. í 60 klst. á mánuði.
Tillagan um minnkun kennsluskyldu
með hækkandi aldri var samþykkt sam-
hljóða. Tillagan um hækkun yfirvinnuþaks
var samþykkt samhljóða. Breytingar þess-
ar gilda frá 1. janúar 1987 að telja.
15.01.87
Rektor lagði fram tillögu að skipun
dómnefndar til mats á rannsóknum og
fræðistörfum til launaflokkahækkunar pró-
fessora samkvæmt nýgerðum kjarasamn-
ingi. Voru eftirtaldir prófessorar kjörnir til
þess að gera tillögur til háskólaráðs um
starfshætti slíkrar nefndar: Sveinbjörn
Björnsson, formaður, Arnljótur Björns-
son, Höskuldur Þráinsson, Þórður Harðar-
son og Þráinn Eggertsson. 14.05.87
VIII. Málefni stúdenta
Stúdentum færðar þakkir
Rektor lagði fram svofellda tillögu:
..Háskólaráð þakkar stúdentum fyrir
ágæta dagskrá á fullveldishátíð 1. desember
1985. Þessi dagskrá var mikilvægt skref í
þeirri viðleitni að gera fullveldisfagnaðinn
að sameiginlegum degi nemenda og kenn-
ara í Háskóla Islands og veita 1. desembero
ný veglegan sess í vitund þjóðarinnar." Til-
lagan var samþykkt samhljóða. 16.01.86
Hjónagarðar
Kynnt áform Félagsstofnunar stúdenta
um byggingu nýrra hjónagarða. Valdimar
K. Jónsson, formaður bygginganefndar
hjónagarða, gerði grein fyrir málinu, en
síðan kom arkitektinn, Guðm. Gunnlaugs-
son, á fundinn og skýrði teikningar og til-
högun. Valdimar lagði fram svofellda til-
lögu: „Háskólaráð samþykkir byggingar-
áform Félagsstofnunar stúdenta um nýja
1) Hér er að sjálfsögðu ekki meðtalin vinnuskylda við fræðistörf og rannsóknir.